Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Á vef Isavia kemur fram að í grennd Keflavíkurflugvallar á Miðnesheiði sé að finna eitt af stærri varplöndum sílamávs. Vísir/ANdri Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira