Nýjar niðurstöður lofa góðu í baráttunni gegn lungnakrabba Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. apríl 2018 08:00 Ný rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða hefðbundnum krabbameinslyfjum Vísir/GEtty Mögulegt er að auka lífslíkur einstaklinga sem greinast með algengustu tegund lungnakrabbameins til muna með því að beita nýrri meðferð sem byggir á hefðbundinni krabbameinslyfjameðferð og nýju, ónæmishvetjandi lyfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar þar sem ávinningur lyfsins Keytruda fyrir einstaklinga með 4. stigs kirtilmyndandi lungnakrabbamein var kannaður í víðara samhengi en gert hefur verið áður. „Þessar niðurstöður kalla á nýja staðla í meðferð við kirtilmyndandi lungnakrabbameini,“ sagði Leena Ghandi, fyrsti höfundur rannsóknarinnar, þegar hún kynnti niðurstöð- urnar á ársþingi Bandarísku krabbameinssamtakanna (AACR) í Chicago fyrr í vikunni. Í kringum 85 prósent allra lungnakrabbameina sem greinast eru af þessari tegund. Krabbamein í lungum dregur tæplega 1,7 milljónir manna til dauða árlega. Rannsókn Ghandi, sem birt var í læknaritinu The New England Journal of Medicine fyrr í vikunni, var tvíblind rannsókn með samanburðarhópi sem fékk lyfleysu. Rannsóknin fór fram í 16 löndum og tók til 616 einstaklinga með 4. stigs krabbamein í lungum. Ríflega helmingur þátttakenda fékk hefðbundna lyfjameðferð auk 200 mg af Keytruda á þriggja vikna fresti. Samanburðarhópurinn fékk hefð- bundna lyfjameðferð en lyfleysu í staðinn fyrir lyfið. Lífslíkur fyrri hópsins ári eftir upphaf meðferðarinnar voru 69,2 prósent á móti 49,4 prósentum hjá samanburðarhópnum. Þessar niðurstöður hafa vakið mikla athygli og undirstrika þær miklu vonir sem bundnar eru við ónæmishvetjandi lyfjameðferðir við krabbameini.Miklar vonir eru bundnar við ný ónæmishvetjandi lyf.Vísir/getty „Það er verið að færa þessa ónæmishvetjandi meðferð framar og framar í línuna, og þetta er þróun sem átt hefur sér stað á allra síðustu árum,“ segir Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Landspítala. Keytruda hefur verið í notkun á Landspítala, líkt og víðar, undanfarin misseri og gefið góða raun, en þá fyrir afmarkaðan hóp einstaklinga með kirtilmyndandi lungnakrabbamein. Þessi nýja rannsókn breytir því. „Núna kemur í ljós að þetta [lyf] virkar fyrir alla sjúklinga með þessa tegund krabbameins.“ Ónæmishvetjandi meðferðir við krabbameini hafa verið í þróun undanfarin ár. Í grunninn byggjast þær á að koma í veg fyrir eiginleika krabbameinsfrumunnar til að dulbúast fyrir árásarfrumum ónæmiskerfisins, sem eiga undir venjulegum kringumstæðum að ráðast gegn stökkbreyttum frumum. Hingað til hafa sex lyf verið samþykkt sem virkja ónæmisfrumur sjúklinga á þennan máta, þar á meðal Keytruda. Segja má að þessar nýju aðferðir hafi valdið hugarfarsbreytingu í krabbameinslækningum, og það á tiltölulega stuttum tíma. „Ónæmisfræðilega nálgunin hefur gjörsamlega breytt nálgun okkar að krabbameinsmeðferðinni,“ segir Örvar.Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum.„Ef þú horfir aðeins örfá ár aftur í tímann vorum við þá að gera allt aðra hluti en í dag.“ Örvar ítrekar að Ísland sé ekki eftirbátur annarra í innleiðingu nýrra lyfja og meðferða. Keytruda er þegar í notkun hér á landi og eftir samþykki bandarísku og evrópsku lyfjastofnananna verður hægt að taka þessa nýju meðferð upp hér. Um leið bendir Örvar á að þessi árangur muni aldrei nást fyrir alla sjúklinga. Krabbameinsmeðferðir verði með tímanum sífellt einstaklingsmiðaðri. Ekki megi vekja of miklar væntingar, því ein tiltekin meðferð hentar aldrei öllum sjúklingum. Roy Herbst, prófessor við Yaleháskóla og einn virtasti krabbameinssérfræðingur Bandaríkjanna, undirstrikaði þetta á fundi AACR í vikunni. Hann hvatti vísindamenn til að stuðla að enn meiri framþróun með því að leita að lífsmörkum og ábendingum svo hægt verði að þróa meðferðir fyrir fleiri sjúklinga. „Þrátt fyrir þessar einstöku niðurstöður, og þær eru sannarlega einstakar […] þá verðum við að halda áfram að þróa vísindin og við verðum ávallt að leita nýrra leiða,“ sagði Herbst. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Mögulegt er að auka lífslíkur einstaklinga sem greinast með algengustu tegund lungnakrabbameins til muna með því að beita nýrri meðferð sem byggir á hefðbundinni krabbameinslyfjameðferð og nýju, ónæmishvetjandi lyfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar þar sem ávinningur lyfsins Keytruda fyrir einstaklinga með 4. stigs kirtilmyndandi lungnakrabbamein var kannaður í víðara samhengi en gert hefur verið áður. „Þessar niðurstöður kalla á nýja staðla í meðferð við kirtilmyndandi lungnakrabbameini,“ sagði Leena Ghandi, fyrsti höfundur rannsóknarinnar, þegar hún kynnti niðurstöð- urnar á ársþingi Bandarísku krabbameinssamtakanna (AACR) í Chicago fyrr í vikunni. Í kringum 85 prósent allra lungnakrabbameina sem greinast eru af þessari tegund. Krabbamein í lungum dregur tæplega 1,7 milljónir manna til dauða árlega. Rannsókn Ghandi, sem birt var í læknaritinu The New England Journal of Medicine fyrr í vikunni, var tvíblind rannsókn með samanburðarhópi sem fékk lyfleysu. Rannsóknin fór fram í 16 löndum og tók til 616 einstaklinga með 4. stigs krabbamein í lungum. Ríflega helmingur þátttakenda fékk hefðbundna lyfjameðferð auk 200 mg af Keytruda á þriggja vikna fresti. Samanburðarhópurinn fékk hefð- bundna lyfjameðferð en lyfleysu í staðinn fyrir lyfið. Lífslíkur fyrri hópsins ári eftir upphaf meðferðarinnar voru 69,2 prósent á móti 49,4 prósentum hjá samanburðarhópnum. Þessar niðurstöður hafa vakið mikla athygli og undirstrika þær miklu vonir sem bundnar eru við ónæmishvetjandi lyfjameðferðir við krabbameini.Miklar vonir eru bundnar við ný ónæmishvetjandi lyf.Vísir/getty „Það er verið að færa þessa ónæmishvetjandi meðferð framar og framar í línuna, og þetta er þróun sem átt hefur sér stað á allra síðustu árum,“ segir Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Landspítala. Keytruda hefur verið í notkun á Landspítala, líkt og víðar, undanfarin misseri og gefið góða raun, en þá fyrir afmarkaðan hóp einstaklinga með kirtilmyndandi lungnakrabbamein. Þessi nýja rannsókn breytir því. „Núna kemur í ljós að þetta [lyf] virkar fyrir alla sjúklinga með þessa tegund krabbameins.“ Ónæmishvetjandi meðferðir við krabbameini hafa verið í þróun undanfarin ár. Í grunninn byggjast þær á að koma í veg fyrir eiginleika krabbameinsfrumunnar til að dulbúast fyrir árásarfrumum ónæmiskerfisins, sem eiga undir venjulegum kringumstæðum að ráðast gegn stökkbreyttum frumum. Hingað til hafa sex lyf verið samþykkt sem virkja ónæmisfrumur sjúklinga á þennan máta, þar á meðal Keytruda. Segja má að þessar nýju aðferðir hafi valdið hugarfarsbreytingu í krabbameinslækningum, og það á tiltölulega stuttum tíma. „Ónæmisfræðilega nálgunin hefur gjörsamlega breytt nálgun okkar að krabbameinsmeðferðinni,“ segir Örvar.Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum.„Ef þú horfir aðeins örfá ár aftur í tímann vorum við þá að gera allt aðra hluti en í dag.“ Örvar ítrekar að Ísland sé ekki eftirbátur annarra í innleiðingu nýrra lyfja og meðferða. Keytruda er þegar í notkun hér á landi og eftir samþykki bandarísku og evrópsku lyfjastofnananna verður hægt að taka þessa nýju meðferð upp hér. Um leið bendir Örvar á að þessi árangur muni aldrei nást fyrir alla sjúklinga. Krabbameinsmeðferðir verði með tímanum sífellt einstaklingsmiðaðri. Ekki megi vekja of miklar væntingar, því ein tiltekin meðferð hentar aldrei öllum sjúklingum. Roy Herbst, prófessor við Yaleháskóla og einn virtasti krabbameinssérfræðingur Bandaríkjanna, undirstrikaði þetta á fundi AACR í vikunni. Hann hvatti vísindamenn til að stuðla að enn meiri framþróun með því að leita að lífsmörkum og ábendingum svo hægt verði að þróa meðferðir fyrir fleiri sjúklinga. „Þrátt fyrir þessar einstöku niðurstöður, og þær eru sannarlega einstakar […] þá verðum við að halda áfram að þróa vísindin og við verðum ávallt að leita nýrra leiða,“ sagði Herbst.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira