Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim. Fyrirtækið hefur keypt upp fjölda ferðaþjónustufyrirtækja í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og víðar.
Í yfirlýsingu Bókunar segir að samruninn muni styrkja þróun sérhæfðs hugbúnaðar og veita möguleika á að móta ferðamannaiðnaðinn í framtíðinni. Takmarkið sé hvorki meira né minna en að verða stærsti framleiðandi hugbúnaðar á þessu sviði á heimsvísu. Höfuðstöðvar Bókunar verði áfram á Íslandi og núverandi stjórnendur fyrirtækisins fari hvergi en verði í nánu samstarfi við stjórnendur TripAdvisor í framtíðinni.
Tilkynningu Bókunar má lesa í heild sinni hér
Tilkynningu TripAdvisor um viðskiptin má lesa hér
TripAdvisor kaupir Bókun ehf.
Gunnar Hrafn Jónsson skrifar

Mest lesið

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Viðskipti innlent

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent

Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP
Viðskipti innlent


Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára
Viðskipti innlent

Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf



Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd
Viðskipti innlent