Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 12:18 Allison Mack er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville. Hún er sögð hafa verið helsti vitorðsmaður Raniere. Vísir/Getty Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum. Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan. pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið. Bíó og sjónvarp Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum. Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan. pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið.
Bíó og sjónvarp Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39