Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 16:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður. Víglínan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður.
Víglínan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira