Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 16:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður. Víglínan Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður.
Víglínan Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Sjá meira