Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 09:49 Sindri Þór yfirgaf landið síðastliðinn þriðjudag en var handtekinn í Amsterdam í gær. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04