Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í nítján daga í Hollandi. Dómari í málinu úrskurðaði Sindra í sólarhringsgæsluvarðhald í gær á meðan hann tæki sér frest til að fara yfir öll gögn málsins.
Sindri var síðan leiddur fyrir dómarann aftur í Héraðsdómi Amsterdam í dag sem ákvað að Sindri skildi sæta gæsluvarðhaldi í nítján daga, samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlafulltrúa dómstólsins í Amsterdam.
Fjölmiðlafulltrúinn sagði í samtali við Vísi að ekki væri gefið upp að hvort Sindri hefði gefið upp afstöðu sína til framsals til Íslands.
Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum.
Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald

Tengdar fréttir

Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam
Var í för með tveimur manneskjum.

Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu
Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós.

Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald
Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns.

Sindri gæti orðið frjáls ferða sinna ef áframhaldandi gæsluvarðhald verður ekki samþykkt
Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag.