Ég varð að athlægi Baldur Guðmundsson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Fyrir viku keypti ég jeppa, þvert á Bakþanka febrúarmánaðar. Mig langaði í bíl til að sinna áhugamálum mínum og myndi mæta tilfinnanlegum – og sennilega tilfinningalegum líka – skorti á stærri dekkjum. Yfirmaður minn kallaði þetta „midlife crisis“, í tveggja manna tali sem ég heyrði óvart. Bílinn keypti ég á miðvikudaginn, fyrir viku. Klukkan fjögur síðdegis kláraðist vinnudagurinn loksins og ég settist við stýrið, spenntur. Ég setti lykilinn í svissinn og sneri. Undarlegt. Ég sneri aftur. Þar sem ég mændi tómu augnaráði á ljóslaust mælaborðið rann það upp fyrir mér að nýi bíllinn minn færi ekki í gang. Ég sat undir stýri drykklanga stund og reyndi að trúa þessu ekki. Ég sneri þriðja sinni en viðbragðið undir húddinu varð jafnvel enn máttlausara. Ég hringdi í konuna mína, í uppnámi, og sagði að hún yrði að stökkva heim í strætó og sækja börnin. Það var erfitt símtal, hafandi eytt mánuðum í að sannfæra hana um að það væri góð hugmynd að eignast tíu ára Cruiser. Þau voru enn þyngri, þrepin upp á fjórðu hæð í vinnunni, enda hafði ég stært mig af nýja jeppanum allan daginn. Ég vatt mér að vinnufélaga og spurði í hálfum hljóðum. „Áttu nokkuð startkapla? Það er bíll hérna úti sem fer ekki í gang.“ Ég vonaði að úr þessu yrði ekki sena. „Ha!? Fer nýi bíllinn ekki í gang!?“ var þá hrópað, svo undir tók á vinnustaðnum og vonir mínar um að halda snefil af mannlegri reisn urðu að engu. Ég varð að athlægi. Eftir töluverða leit og mikið grín fann ég bjargvættinn. Sessunautur minn, reynslumikill bensínsali af gamla skólanum, gaf mér start og annaðist um leið svolitla sálgæslu. Í dag fæ ég bílinn aftur úr viðgerð – og reisnina vonandi með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir viku keypti ég jeppa, þvert á Bakþanka febrúarmánaðar. Mig langaði í bíl til að sinna áhugamálum mínum og myndi mæta tilfinnanlegum – og sennilega tilfinningalegum líka – skorti á stærri dekkjum. Yfirmaður minn kallaði þetta „midlife crisis“, í tveggja manna tali sem ég heyrði óvart. Bílinn keypti ég á miðvikudaginn, fyrir viku. Klukkan fjögur síðdegis kláraðist vinnudagurinn loksins og ég settist við stýrið, spenntur. Ég setti lykilinn í svissinn og sneri. Undarlegt. Ég sneri aftur. Þar sem ég mændi tómu augnaráði á ljóslaust mælaborðið rann það upp fyrir mér að nýi bíllinn minn færi ekki í gang. Ég sat undir stýri drykklanga stund og reyndi að trúa þessu ekki. Ég sneri þriðja sinni en viðbragðið undir húddinu varð jafnvel enn máttlausara. Ég hringdi í konuna mína, í uppnámi, og sagði að hún yrði að stökkva heim í strætó og sækja börnin. Það var erfitt símtal, hafandi eytt mánuðum í að sannfæra hana um að það væri góð hugmynd að eignast tíu ára Cruiser. Þau voru enn þyngri, þrepin upp á fjórðu hæð í vinnunni, enda hafði ég stært mig af nýja jeppanum allan daginn. Ég vatt mér að vinnufélaga og spurði í hálfum hljóðum. „Áttu nokkuð startkapla? Það er bíll hérna úti sem fer ekki í gang.“ Ég vonaði að úr þessu yrði ekki sena. „Ha!? Fer nýi bíllinn ekki í gang!?“ var þá hrópað, svo undir tók á vinnustaðnum og vonir mínar um að halda snefil af mannlegri reisn urðu að engu. Ég varð að athlægi. Eftir töluverða leit og mikið grín fann ég bjargvættinn. Sessunautur minn, reynslumikill bensínsali af gamla skólanum, gaf mér start og annaðist um leið svolitla sálgæslu. Í dag fæ ég bílinn aftur úr viðgerð – og reisnina vonandi með.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun