Hægt er að greina hvenær flogaveikiskast verður og bregðast við Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. apríl 2018 20:45 Hægt er að greina hvenær flogaveikiskast verður og hvar það á sér stað í heilanum með nýjum heilaritum sem Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn hafa fjárfest í. Tækið styður við meðferð og greiningu á ýmsum heila-og taugasjúkdómum. Um er að ræða byltingarkennda heilarita sem hafa um tvö hundruð og fimmtíu rafskaut til að mæla og greina taugar í heilanum en slíkir ritar höfðu áður aðeins nokkur rafskaut. Framleiðandi ritanna segir að tækin flýti bæði meðferð og greiningu á ýmsum heila- og taugasjúkdómum og geti gagnast á heilbrigðisstofnunum, fyrirtækjum og heimilum. „Fylgjast má með ýmsum sjúkdómum eins og heilabilun, alsheimerssjúkdómi, þunglyndi og fleiri einkennum. Við getum nú gripið auðveldar inn í ferlið með tækjum sem nema taugaviðbrögð. Beita má þessari tækni heima, án þess að vera á sjúkrahúsi,“ segir Frank Zanow framkvæmdastjóri Ant Neuro. Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn hafa fjárfest í hettunum og munum þær nýtast á margvíslegan hátt. „Þetta auðveldar mjög allar athuganir. Það er hægt að gera meira af slíkum mælingum og vinna meira úr þeim,“ segir Þórður Helgason heilbrigðisverkfræðingur á Landspítalanum og dósent við HR. Hann segir vel mögulegt að hetturnar fari í almenna notkun og það hefði jákvæð áhrif. „Vonir standa til að það væri hægt að sjá fyrir hvenær köst koma og þar með bregðast við kannski áður en kastið kemur, til dæmis með lyfjameðferð. Að minnsta kosti að koma sér í skjól þar sem maður getur ráðið við flogið.“ Heilbrigðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Hægt er að greina hvenær flogaveikiskast verður og hvar það á sér stað í heilanum með nýjum heilaritum sem Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn hafa fjárfest í. Tækið styður við meðferð og greiningu á ýmsum heila-og taugasjúkdómum. Um er að ræða byltingarkennda heilarita sem hafa um tvö hundruð og fimmtíu rafskaut til að mæla og greina taugar í heilanum en slíkir ritar höfðu áður aðeins nokkur rafskaut. Framleiðandi ritanna segir að tækin flýti bæði meðferð og greiningu á ýmsum heila- og taugasjúkdómum og geti gagnast á heilbrigðisstofnunum, fyrirtækjum og heimilum. „Fylgjast má með ýmsum sjúkdómum eins og heilabilun, alsheimerssjúkdómi, þunglyndi og fleiri einkennum. Við getum nú gripið auðveldar inn í ferlið með tækjum sem nema taugaviðbrögð. Beita má þessari tækni heima, án þess að vera á sjúkrahúsi,“ segir Frank Zanow framkvæmdastjóri Ant Neuro. Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn hafa fjárfest í hettunum og munum þær nýtast á margvíslegan hátt. „Þetta auðveldar mjög allar athuganir. Það er hægt að gera meira af slíkum mælingum og vinna meira úr þeim,“ segir Þórður Helgason heilbrigðisverkfræðingur á Landspítalanum og dósent við HR. Hann segir vel mögulegt að hetturnar fari í almenna notkun og það hefði jákvæð áhrif. „Vonir standa til að það væri hægt að sjá fyrir hvenær köst koma og þar með bregðast við kannski áður en kastið kemur, til dæmis með lyfjameðferð. Að minnsta kosti að koma sér í skjól þar sem maður getur ráðið við flogið.“
Heilbrigðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira