Hafni Íslendingar evrópsku orkulöggjöfinni mun norska þjóðin fagna Kathrine Kleveland skrifar 27. apríl 2018 07:00 Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun