„Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 10:30 Ætla má vöxtur í fjölda ferðamanna verði hægari á næstu misserum Vísir/Vilhelm Á fyrsta ársfjórðungi nam fjöldi erlendra ferðamanna 481 þúsund borið saman við 452 þúsund á sama tímabili í fyrra. Fjölgunin á milli ára, sem nemur 6,3%, hefur ekki verið minni síðan á þriðja ársfjórðungi 2010. Þá fækkaði ferðamönnum um 1,3% frá árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Þar segir meðal annars að fjölgunin síðustu 12 mánuði leiti stöðugt niður á við, sé litið til einstakra mánaða á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þannig var fjölgunin 8,5% í janúar, 7,9% í febrúar og 3,1% í mars, sem er minnsti vöxtur síðan í mars 2011. Ef farið er aftur til síðasta árs sést svipuð þróun - skýr leitni til lækkunar. „Segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið í maí þegar vöxturinn fór úr því að vera á bilinu 45-75% í janúar-apríl niður í 17,5%,“ stendur í Hagsjánni og til útskýringar bætt við að á tímabilinu maí til október á síðasta ári lá vöxturinn á bilinu 15-19%. Það hafi svo orðið önnur kaflaskil í nóvember þegar vöxturinn fór niður fyrir 10% og hefur hann haldist þar síðan. „Árleg meðalfjölgun erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu 1949-2017 nemur 9,3%. Marsmánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem fjölgunin er undir þessu sögulega meðaltali. Það eru nokkuð skýr merki þess að toppnum í fjölgun ferðamanna hafi verið náð og framundan sé mun lægri vöxtur,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem má nálgast í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi nam fjöldi erlendra ferðamanna 481 þúsund borið saman við 452 þúsund á sama tímabili í fyrra. Fjölgunin á milli ára, sem nemur 6,3%, hefur ekki verið minni síðan á þriðja ársfjórðungi 2010. Þá fækkaði ferðamönnum um 1,3% frá árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Þar segir meðal annars að fjölgunin síðustu 12 mánuði leiti stöðugt niður á við, sé litið til einstakra mánaða á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þannig var fjölgunin 8,5% í janúar, 7,9% í febrúar og 3,1% í mars, sem er minnsti vöxtur síðan í mars 2011. Ef farið er aftur til síðasta árs sést svipuð þróun - skýr leitni til lækkunar. „Segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið í maí þegar vöxturinn fór úr því að vera á bilinu 45-75% í janúar-apríl niður í 17,5%,“ stendur í Hagsjánni og til útskýringar bætt við að á tímabilinu maí til október á síðasta ári lá vöxturinn á bilinu 15-19%. Það hafi svo orðið önnur kaflaskil í nóvember þegar vöxturinn fór niður fyrir 10% og hefur hann haldist þar síðan. „Árleg meðalfjölgun erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu 1949-2017 nemur 9,3%. Marsmánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem fjölgunin er undir þessu sögulega meðaltali. Það eru nokkuð skýr merki þess að toppnum í fjölgun ferðamanna hafi verið náð og framundan sé mun lægri vöxtur,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem má nálgast í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28