Deilu Norðurturnsins og Smáralindar um bílastæði vísað aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. apríl 2018 15:45 Norðurturninn höfðaði dómsmál vegna bílastæða við Smáralind. Vísir/GVA Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli Norðurturnsins ehf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smárarlind ehf. og Kópavogsbæ vegna samnýtingu bílastæða og ógildingu deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári. Þarf héraðsdómur að taka málið aftur til efnismeðferðar. Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári yrði ógilt.Í samtali við Markaðinn á síðasta ári sagði Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir rýri réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar.Sjá einnig: Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Í úrskurði Héraðsdóms gerði dómari margvíslegar athugasemdir við stefnu Norðurturnins. Sagði þar að miðað við málatilbúnað gæti stefnandi ekki nýtt sér heimild í lögum til þess að stefna bæði Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., og Kópavogsbæ „í sama máli til að þola dóm um alls óskyld atvik“. Málinu var því vísað frá héraðsdómi þar sem dómari taldi slíkan galla vera á málatilbúnaði Norðurturnins að ekki væri hjá því komist að vísa því frá dómi. Niðurstöðu héraðsdóms var skotið til Landsréttar sem kvað upp úskurð sinn 22. mars síðastliðinn.Segir í úrskurði Landsréttar að þar sem varnaraðilar, Smáralind og Kópavogsbær, hafi ekki gert kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að skilyrði aðildarsamlags eða kröfusamlags væri ekki fullnægt, kæmi ekki til álita að vísa málinu frá af þeim sökum.Sjá einnig:Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Í úrskurði Landsréttar segir einnig að Norðurturninn hafi í greinargerð til Landsréttar gert nánari grein fyrir aðild Smáralindar og Kópavogsbæjar hvað varðar hverja kröfu fyrir sig. Var það mat Landsréttar að Norðurturninn hefði á „fullnægjandi hátt gert grein fyrir kröfum sínum á hendur varnaraðilum þannig að efnisdómur verði lagður á þær“. Var því frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og þarf Héraðsdómur Reykjaness að taka málið aftur til efnismeðferðar. Dómsmál Skipulag Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli Norðurturnsins ehf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smárarlind ehf. og Kópavogsbæ vegna samnýtingu bílastæða og ógildingu deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári. Þarf héraðsdómur að taka málið aftur til efnismeðferðar. Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári yrði ógilt.Í samtali við Markaðinn á síðasta ári sagði Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir rýri réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar.Sjá einnig: Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Í úrskurði Héraðsdóms gerði dómari margvíslegar athugasemdir við stefnu Norðurturnins. Sagði þar að miðað við málatilbúnað gæti stefnandi ekki nýtt sér heimild í lögum til þess að stefna bæði Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., og Kópavogsbæ „í sama máli til að þola dóm um alls óskyld atvik“. Málinu var því vísað frá héraðsdómi þar sem dómari taldi slíkan galla vera á málatilbúnaði Norðurturnins að ekki væri hjá því komist að vísa því frá dómi. Niðurstöðu héraðsdóms var skotið til Landsréttar sem kvað upp úskurð sinn 22. mars síðastliðinn.Segir í úrskurði Landsréttar að þar sem varnaraðilar, Smáralind og Kópavogsbær, hafi ekki gert kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að skilyrði aðildarsamlags eða kröfusamlags væri ekki fullnægt, kæmi ekki til álita að vísa málinu frá af þeim sökum.Sjá einnig:Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Í úrskurði Landsréttar segir einnig að Norðurturninn hafi í greinargerð til Landsréttar gert nánari grein fyrir aðild Smáralindar og Kópavogsbæjar hvað varðar hverja kröfu fyrir sig. Var það mat Landsréttar að Norðurturninn hefði á „fullnægjandi hátt gert grein fyrir kröfum sínum á hendur varnaraðilum þannig að efnisdómur verði lagður á þær“. Var því frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og þarf Héraðsdómur Reykjaness að taka málið aftur til efnismeðferðar.
Dómsmál Skipulag Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00
Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00