Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar að beita sér fyrir auknu aðgengi að áfengi Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 18:35 Verslunin Hagkaup vill fá að selja vín í Litlatúni í Garðabæ og sendi bæjarstjóranum bréf þess efnis. ja.is Verslunarkeðjan Hagkaup vonast eftir því að geta opnað vínbúð í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ og hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ þess efnis. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ætla að ræða málið við Hagkaupsmenn, fá að heyra þeirra sjónarmið og kynna þau fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins og þingmönnum. Framkvæmdastjóri Hagkaups, Gunnar Ingi Sigurðsson, sendi bæjarstjóra Garðabæjar bréf þess efnis sem var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Gunnar Einarsson segir í samtali við Vísi að bæjarráðsmenn hefðu tekið almennt vel í erindið og bæjarstjóra falið að taka erindið að sér.Segir einokun ekki af því góða „Það eru allir sammála um það hjá okkur að einokun sé ekki af því góða,“ segir Gunnar Einarsson í samtali við Vísi. Hann segir umræðuna á bæjarráðsfundi ekki hafa snúist um að fá áfengi í matvöruverslanir heldur að opnaðar verði fleiri sérstakar vínbúðir í Garðabæ þannig að þjónustan komi til fólksins sem sé betra en að fólk þurfi að elta þjónustuna út um allt.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.VÍSIR/ANTON BRINKGunnar bendir á að Garðabær sé fimmtán þúsund manna samfélag sem hafði ekki einu sinni vínbúð í mörg ár. Garðbæingar þurftu að keyra til nágrannasveitarfélaga eftir víni en Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefði ákveðið að opna vínbúð í Kauptúni og þá hefði ástandið horft til betri vegar.Betra út frá umhverfissjónarmiðum Bæjarstjórinn segir að út frá umhverfissjónarmiðum væri þó betra að hafa fleiri vínbúðir í bænum þannig að íbúar þurfi ekki að fara langar vegalengdir eftir áfengi sem sé löglegt. „Þetta er bara spurning um að þjónustan sé veitt sem næst fólki úr því að hún er lögleg,“ segir Gunnar sem ætlar sér að ræða málið við ÁTVR og þingmenn sem ráða því hvort að sala áfengis sé gefin frjáls eða ekki, en eins í dag heyrir hún undir ríkinu.Kanna jarðveginn Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að með bréfinu til bæjarstjórans sé fyrirtækið að kanna jarðveginn. Hann segir fyrirtækið sjá sér fært um að geta útbúið svæði fyrir vínbúð í Litlatúni. Ef eitthvað myndi breytast á Alþingi varðandi afstöðu til frumvarps um að gefa sölu á áfengi frjálsa þá væru þeir í stakk búnir að geta hafið sölu áfengi í Litlatúni.Myndu deila anddyri en ekki kassakerfi Hann segir að ef frumvarpið yrði samþykkt þá yrði hluti af húsnæðinu aðskilinn í Litlatúni. Búðin yrði við hliðina á Hagkaups-versluninni og myndi deila anddyri með henni, en þó ekki kassakerfi. Verslun Hagkaups í Litlatúni er opin allan sólarhringinn en Gunnar Ingi segir að svo yrði ekki farið með vínbúð í Litlatúni. Hann segir Hagkaup í fínu samstarfi við ÁTVR og tók Hagkaup til að mynda þá ákvörðun að minnka verslun sína í Spönginni í Grafarvogi svo ÁTVR kæmist þangað inn með vínbúð. Gunnar Ingi segir þetta vera viðleitni Hagkaups til að bæta þjónustu sína eins og hægt er. Hann er á því að Hagkaup myndi örugglega ekki veita síðri þjónustu en ÁTVR. Skipulag Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Verslunarkeðjan Hagkaup vonast eftir því að geta opnað vínbúð í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ og hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ þess efnis. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ætla að ræða málið við Hagkaupsmenn, fá að heyra þeirra sjónarmið og kynna þau fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins og þingmönnum. Framkvæmdastjóri Hagkaups, Gunnar Ingi Sigurðsson, sendi bæjarstjóra Garðabæjar bréf þess efnis sem var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Gunnar Einarsson segir í samtali við Vísi að bæjarráðsmenn hefðu tekið almennt vel í erindið og bæjarstjóra falið að taka erindið að sér.Segir einokun ekki af því góða „Það eru allir sammála um það hjá okkur að einokun sé ekki af því góða,“ segir Gunnar Einarsson í samtali við Vísi. Hann segir umræðuna á bæjarráðsfundi ekki hafa snúist um að fá áfengi í matvöruverslanir heldur að opnaðar verði fleiri sérstakar vínbúðir í Garðabæ þannig að þjónustan komi til fólksins sem sé betra en að fólk þurfi að elta þjónustuna út um allt.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.VÍSIR/ANTON BRINKGunnar bendir á að Garðabær sé fimmtán þúsund manna samfélag sem hafði ekki einu sinni vínbúð í mörg ár. Garðbæingar þurftu að keyra til nágrannasveitarfélaga eftir víni en Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefði ákveðið að opna vínbúð í Kauptúni og þá hefði ástandið horft til betri vegar.Betra út frá umhverfissjónarmiðum Bæjarstjórinn segir að út frá umhverfissjónarmiðum væri þó betra að hafa fleiri vínbúðir í bænum þannig að íbúar þurfi ekki að fara langar vegalengdir eftir áfengi sem sé löglegt. „Þetta er bara spurning um að þjónustan sé veitt sem næst fólki úr því að hún er lögleg,“ segir Gunnar sem ætlar sér að ræða málið við ÁTVR og þingmenn sem ráða því hvort að sala áfengis sé gefin frjáls eða ekki, en eins í dag heyrir hún undir ríkinu.Kanna jarðveginn Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að með bréfinu til bæjarstjórans sé fyrirtækið að kanna jarðveginn. Hann segir fyrirtækið sjá sér fært um að geta útbúið svæði fyrir vínbúð í Litlatúni. Ef eitthvað myndi breytast á Alþingi varðandi afstöðu til frumvarps um að gefa sölu á áfengi frjálsa þá væru þeir í stakk búnir að geta hafið sölu áfengi í Litlatúni.Myndu deila anddyri en ekki kassakerfi Hann segir að ef frumvarpið yrði samþykkt þá yrði hluti af húsnæðinu aðskilinn í Litlatúni. Búðin yrði við hliðina á Hagkaups-versluninni og myndi deila anddyri með henni, en þó ekki kassakerfi. Verslun Hagkaups í Litlatúni er opin allan sólarhringinn en Gunnar Ingi segir að svo yrði ekki farið með vínbúð í Litlatúni. Hann segir Hagkaup í fínu samstarfi við ÁTVR og tók Hagkaup til að mynda þá ákvörðun að minnka verslun sína í Spönginni í Grafarvogi svo ÁTVR kæmist þangað inn með vínbúð. Gunnar Ingi segir þetta vera viðleitni Hagkaups til að bæta þjónustu sína eins og hægt er. Hann er á því að Hagkaup myndi örugglega ekki veita síðri þjónustu en ÁTVR.
Skipulag Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira