Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2018 10:09 Verðlag á Íslandi er hærra en víða annars staðar. Vísir/GVA Tölur frá OECD benda til þess að Ísland sé dýrasti áfangastaður heims um þessar mundir. Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna á Íslandi sem gefin var út í dag. Þar segir að af þeim löndum sem gögn OECD nái til, sé Ísland það dýrasta. „Þá er verðlag á Íslandi á bilinu 1,5 til 2 sinnum hærra en í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Spáni og Portúgal sem eru á meðal vinsælustu áfangastaða heims fyrir ferðamenn,“ segir í skýrslunni. „Það er því ljóst að verðlagið hér er það hæsta á meðal OECD-ríkja og eflaust fá ríki á alþjóðavísu sem búa yfir hærra verðlagi.“Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Segir einnig í skýrslunni að gengissveiflur krónunnar virðast hafa talsverð áhrif á upplifun ferðamanna á samband verðs og gæða. Miðað við mælingar Ferðamannapúlsins, sem mælir meðal annars upplifun ferðamanna í samræmi við verðlagningu, fór sá mælikvarði úr 82,9 stigum í 76,9 stig yfir árið 2016 en hækkaði svo og endaði í 78,2 stigum undir lok síðasta árs. „Ferðamaðurinn upplifði því lakara samband verðs og gæða yfir árið 2016 og snerist sú þróun við á árinu 2017. Söguleg styrking krónunnar átti sér stað á árinu 2016 sem virðist m.a. hafa skilað sér í lakari mælingu,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að gengisáhrif liti neyslu ferðamanna í íslenskum krónum en svo virðist sem að ferðamenn sem hingað komi til lands miðið útgjöld sín fyrst og fremst við eigin heimamynt. „Þeir hafa því væntanlega brugðist við styrkingu krónu á undanförnum árum með því að stytta ferðir sínar og/eða spara við sig neyslu hér á landi. Þetta hefur orðið til þess að tekjuvöxtur í krónum talið hefur orðið mun hægari í greininni undanfarin ár en ætla mætti af fjöldatölum um ferðamenn.“Skýrslu Íslandsbanka má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Tölur frá OECD benda til þess að Ísland sé dýrasti áfangastaður heims um þessar mundir. Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna á Íslandi sem gefin var út í dag. Þar segir að af þeim löndum sem gögn OECD nái til, sé Ísland það dýrasta. „Þá er verðlag á Íslandi á bilinu 1,5 til 2 sinnum hærra en í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Spáni og Portúgal sem eru á meðal vinsælustu áfangastaða heims fyrir ferðamenn,“ segir í skýrslunni. „Það er því ljóst að verðlagið hér er það hæsta á meðal OECD-ríkja og eflaust fá ríki á alþjóðavísu sem búa yfir hærra verðlagi.“Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Segir einnig í skýrslunni að gengissveiflur krónunnar virðast hafa talsverð áhrif á upplifun ferðamanna á samband verðs og gæða. Miðað við mælingar Ferðamannapúlsins, sem mælir meðal annars upplifun ferðamanna í samræmi við verðlagningu, fór sá mælikvarði úr 82,9 stigum í 76,9 stig yfir árið 2016 en hækkaði svo og endaði í 78,2 stigum undir lok síðasta árs. „Ferðamaðurinn upplifði því lakara samband verðs og gæða yfir árið 2016 og snerist sú þróun við á árinu 2017. Söguleg styrking krónunnar átti sér stað á árinu 2016 sem virðist m.a. hafa skilað sér í lakari mælingu,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að gengisáhrif liti neyslu ferðamanna í íslenskum krónum en svo virðist sem að ferðamenn sem hingað komi til lands miðið útgjöld sín fyrst og fremst við eigin heimamynt. „Þeir hafa því væntanlega brugðist við styrkingu krónu á undanförnum árum með því að stytta ferðir sínar og/eða spara við sig neyslu hér á landi. Þetta hefur orðið til þess að tekjuvöxtur í krónum talið hefur orðið mun hægari í greininni undanfarin ár en ætla mætti af fjöldatölum um ferðamenn.“Skýrslu Íslandsbanka má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45