Stefna á lokun í Reykjadal fram í miðjan maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2018 11:56 Úr Reykjadal í fyrradag. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun leggur til að lokað verði fyrir aðgang ferðamanna að Reykjadal næstu fjórar vikurnar. Göngustígnum í Reykjadal var lokað þann 31. mars vegna aurbleytu. Bæði liggja stígurinn og næsta umhverfi undir skemmdum. Hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar vaktað upphaf gönguleiðarinnar síðan og vísað fólki frá. Mikill fjöldi ferðamanna fer í Reykjadal á degi hverjum en um þriggja kílómetra ganga er frá bílastæðinu við Hveragerði og upp að baðstaðnum við ána í Reykjadal.Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að úttekt hafi verið gerð á göngustígnum í gær. Rigning var á svæðinu þegar úttektin fór fram og svæðið mjög blautt. Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæði ekki að komast í burtu. „Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans,“ segir í skýrslu sem Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun skrifar undir. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar lokunar svæðisins þann 31. mars hafi landeigandin, Landbúnaðarháskóli Íslands, farið í framkvæmdir á svæðinu á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Skv. verklýsingu verktaka hafi stígurinn verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. 2000 mottueiningar voru lagðar í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á lokuninni. Frestur til að skila þeim rennur út á hádegi í dag, klukkan tólf. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til að lokað verði fyrir aðgang ferðamanna að Reykjadal næstu fjórar vikurnar. Göngustígnum í Reykjadal var lokað þann 31. mars vegna aurbleytu. Bæði liggja stígurinn og næsta umhverfi undir skemmdum. Hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar vaktað upphaf gönguleiðarinnar síðan og vísað fólki frá. Mikill fjöldi ferðamanna fer í Reykjadal á degi hverjum en um þriggja kílómetra ganga er frá bílastæðinu við Hveragerði og upp að baðstaðnum við ána í Reykjadal.Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að úttekt hafi verið gerð á göngustígnum í gær. Rigning var á svæðinu þegar úttektin fór fram og svæðið mjög blautt. Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæði ekki að komast í burtu. „Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans,“ segir í skýrslu sem Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun skrifar undir. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar lokunar svæðisins þann 31. mars hafi landeigandin, Landbúnaðarháskóli Íslands, farið í framkvæmdir á svæðinu á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Skv. verklýsingu verktaka hafi stígurinn verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. 2000 mottueiningar voru lagðar í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á lokuninni. Frestur til að skila þeim rennur út á hádegi í dag, klukkan tólf.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira