Stefna á lokun í Reykjadal fram í miðjan maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2018 11:56 Úr Reykjadal í fyrradag. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun leggur til að lokað verði fyrir aðgang ferðamanna að Reykjadal næstu fjórar vikurnar. Göngustígnum í Reykjadal var lokað þann 31. mars vegna aurbleytu. Bæði liggja stígurinn og næsta umhverfi undir skemmdum. Hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar vaktað upphaf gönguleiðarinnar síðan og vísað fólki frá. Mikill fjöldi ferðamanna fer í Reykjadal á degi hverjum en um þriggja kílómetra ganga er frá bílastæðinu við Hveragerði og upp að baðstaðnum við ána í Reykjadal.Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að úttekt hafi verið gerð á göngustígnum í gær. Rigning var á svæðinu þegar úttektin fór fram og svæðið mjög blautt. Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæði ekki að komast í burtu. „Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans,“ segir í skýrslu sem Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun skrifar undir. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar lokunar svæðisins þann 31. mars hafi landeigandin, Landbúnaðarháskóli Íslands, farið í framkvæmdir á svæðinu á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Skv. verklýsingu verktaka hafi stígurinn verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. 2000 mottueiningar voru lagðar í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á lokuninni. Frestur til að skila þeim rennur út á hádegi í dag, klukkan tólf. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til að lokað verði fyrir aðgang ferðamanna að Reykjadal næstu fjórar vikurnar. Göngustígnum í Reykjadal var lokað þann 31. mars vegna aurbleytu. Bæði liggja stígurinn og næsta umhverfi undir skemmdum. Hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar vaktað upphaf gönguleiðarinnar síðan og vísað fólki frá. Mikill fjöldi ferðamanna fer í Reykjadal á degi hverjum en um þriggja kílómetra ganga er frá bílastæðinu við Hveragerði og upp að baðstaðnum við ána í Reykjadal.Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að úttekt hafi verið gerð á göngustígnum í gær. Rigning var á svæðinu þegar úttektin fór fram og svæðið mjög blautt. Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæði ekki að komast í burtu. „Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans,“ segir í skýrslu sem Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun skrifar undir. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar lokunar svæðisins þann 31. mars hafi landeigandin, Landbúnaðarháskóli Íslands, farið í framkvæmdir á svæðinu á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Skv. verklýsingu verktaka hafi stígurinn verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. 2000 mottueiningar voru lagðar í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á lokuninni. Frestur til að skila þeim rennur út á hádegi í dag, klukkan tólf.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira