Dustin Poirier kláraði Justin Gaethje í bardaga ársins Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. apríl 2018 03:45 Poirier klárar bardagann í nótt. Vísir/Getty Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins. MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins.
MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00