Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 10:50 Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði. vísir Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. „Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Fanginn heitir Sindri Þór Stefánsson en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.Lögreglan lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni.Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Sogn er staðsett í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en Gunnar segir nokkurn tíma hafa liðið frá því að Sindri strauk og þar til það uppgötvaðist. Sindri hefur því geta komist ansi langt á þeim tíma sem liðinn er frá því hann strauk, sérstaklega ef hann hefur komist í bíl. „Hann hefur brotaferil en ekki talinn hættulegur sem slíkur,“ segir Gunnar um Sindri. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt sé að gæsluvarðhaldsfangar séu geymdir í opnum fangelsum líkt og Sogni eða Kvíabryggju ef þeir eru ekki taldir hættulegir. Þeim sé treyst fyrir því að strjúka ekki og kemur það verst niður á þeim sjálfum varðandi afplánun ef þeir gera það. Lögreglan lýsti eftir Sindra í morgun en Gunnar Schram segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra. Lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli. Tengdar fréttir Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. „Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Fanginn heitir Sindri Þór Stefánsson en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.Lögreglan lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni.Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Sogn er staðsett í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en Gunnar segir nokkurn tíma hafa liðið frá því að Sindri strauk og þar til það uppgötvaðist. Sindri hefur því geta komist ansi langt á þeim tíma sem liðinn er frá því hann strauk, sérstaklega ef hann hefur komist í bíl. „Hann hefur brotaferil en ekki talinn hættulegur sem slíkur,“ segir Gunnar um Sindri. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt sé að gæsluvarðhaldsfangar séu geymdir í opnum fangelsum líkt og Sogni eða Kvíabryggju ef þeir eru ekki taldir hættulegir. Þeim sé treyst fyrir því að strjúka ekki og kemur það verst niður á þeim sjálfum varðandi afplánun ef þeir gera það. Lögreglan lýsti eftir Sindra í morgun en Gunnar Schram segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra. Lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli.
Tengdar fréttir Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38