Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 12:54 Lögreglan yfirfer nú gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af flugvélunum sem fóru í morgun. Samsett „Það styttist í að hann finnist eða við fáum einhverja vitneskju um ferðir hans,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, um fangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sjá einnig: Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Sindri er íþróttamannslega vaxinn, með skolleit hár, skegghýjung og er 192 sentímetrar á hæð. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því klukkan eitt í nótt eru beðnir um að koma þeim á framfæri við lögregluna.Talinn hafa flúið út um glugga Lögreglan telur Sindra hafa flúið út um glugga á fangelsinu um klukkan eitt í nótt en lögreglan fékk vitneskju um flóttann um klukkan átta í morgun. Því liðu um sjö klukkustundir frá því Sindri er talinn hafa flúið fangelsið og þangað til lögreglan hóf leit.Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði.vísirSogn er í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en lögreglan segir Sindra hafa geta komist ansi langt á þeim tíma sem leið frá því hann strauk. Lögreglan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvort Sindri hafi komist úr landi. Gunnar Schram sagði í samtali við Vísi í morgun að lögreglan óttaðist að Sindri myndi reyna það.40 vélar frá Keflavík Gunnar segir tímafrekt að leita staðfestingar á því. Yfir fjörutíu farþegavélar fóru frá Keflavíkurflugvelli í morgun og er lögreglan að fara yfir gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af þeim vélum. „Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki,“ segir Gunnar.Kanna hvað hann gerði á Sogni Sogn er opið fangelsi en fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir, en Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Gunnar Schram segir Sindra hafa haft einhvern aðgang að tölvu og síma í Sogni og verið sé að kanna hvernig hann notaði það. Þá er algengt að fangar komist yfir farsíma og fái þannig opnari aðgang að netinu. Verið sé að kanna hvort það hafi verið raunin hjá Sindra. „Við erum að skoða allt sem er mögulegt að skoða,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa borist nýtilegar ábendingar um ferðir Sindra enn sem komið er. Lögregluembættið á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins í samstarfi við öll lögregluembætti landsins. Tengdar fréttir Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Það styttist í að hann finnist eða við fáum einhverja vitneskju um ferðir hans,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, um fangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sjá einnig: Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Sindri er íþróttamannslega vaxinn, með skolleit hár, skegghýjung og er 192 sentímetrar á hæð. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því klukkan eitt í nótt eru beðnir um að koma þeim á framfæri við lögregluna.Talinn hafa flúið út um glugga Lögreglan telur Sindra hafa flúið út um glugga á fangelsinu um klukkan eitt í nótt en lögreglan fékk vitneskju um flóttann um klukkan átta í morgun. Því liðu um sjö klukkustundir frá því Sindri er talinn hafa flúið fangelsið og þangað til lögreglan hóf leit.Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði.vísirSogn er í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en lögreglan segir Sindra hafa geta komist ansi langt á þeim tíma sem leið frá því hann strauk. Lögreglan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvort Sindri hafi komist úr landi. Gunnar Schram sagði í samtali við Vísi í morgun að lögreglan óttaðist að Sindri myndi reyna það.40 vélar frá Keflavík Gunnar segir tímafrekt að leita staðfestingar á því. Yfir fjörutíu farþegavélar fóru frá Keflavíkurflugvelli í morgun og er lögreglan að fara yfir gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af þeim vélum. „Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki,“ segir Gunnar.Kanna hvað hann gerði á Sogni Sogn er opið fangelsi en fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir, en Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Gunnar Schram segir Sindra hafa haft einhvern aðgang að tölvu og síma í Sogni og verið sé að kanna hvernig hann notaði það. Þá er algengt að fangar komist yfir farsíma og fái þannig opnari aðgang að netinu. Verið sé að kanna hvort það hafi verið raunin hjá Sindra. „Við erum að skoða allt sem er mögulegt að skoða,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa borist nýtilegar ábendingar um ferðir Sindra enn sem komið er. Lögregluembættið á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins í samstarfi við öll lögregluembætti landsins.
Tengdar fréttir Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30
Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38