Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2018 13:24 Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis segir að nefndin muni afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti fyrir sumarleyfi. Söfnuðurinn sem kemur saman í Norræna húsinu í dag verður að teljast allóvenjulegur þar sem gyðingar og múslimar sameinast ásamt fulltrúum kristinna safnaða. En kveikjan að ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga í dag er frumvarp níu þingmanna Framsóknarflokks, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins um bann við umskurði drengja. Auk fulltrúa fyrrgreindra trúarbragða, sem allir leggjast gegn frumvarpinu, mun Ólafur Þór Gunnarsson læknir og þingmaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna frumvarpsins, flytja erindi á ráðstefnunni. Salvör Nordal umboðsmaður barna og Baldur Tumi Baldursson yfirlæknir húð- og kynsjúkdómasviðs Landsspítalans flytja einnig erindi. Níutíu og níu umsagnir um frumvarpið sem Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður að hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd. Þótt fjöldi umsagna frá ýmsum samtökum gyðinga og múslima sé áberandi þar sem lagst er gegn frumvarpinu, hefur einnig borist nokkur fjöldi umsagna frá samtökum og einstaklingum sem hvetja Alþingi til að samþykkja bann við umskurði drengja. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir nefndina ekki endanlega hafa tekið ákvörðun um framhaldið. Það hafi verið rætt í nefndinni í morgun og umsagnarferlinu sé lokið. „Þetta snertir auðvitað ýmis mál. Þetta er ekki bara heilbrigðismál. Þetta er pólitískt mál, trúarlegt mál, menningarsögulegt mál. Við þurfum að vanda okkur með hvaða hætti bið tökumst á við málið,“ segir Páll. Stuðningur er við efni málsins í öllum flokkum. Nokkrir þingmenn hafa þó sett fram efasemdir um að það eigi heima í hegningarlögum og rétt sé að hafa viðurlög við broti á lögunum allt að sex ára fangelsi eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. „Sú afstaða margra úr gyðingasamfélaginu er svo sem þekkt að með þessu værum við ekki bara að glæpavæða umskurðinn sjálfan. Við værum beinlínis að glæpavæða og banna gyðingdóm með ákvörðun af þessu tagi. Þannig að á þessu eru margar og mjög flóknar hliðar sem við eigum eftir að gera endanlega upp við okkur hvernig við tökumst á við,“ segir Páll. Nefndin sé meðal annars að skoða þann möguleika að nefndin skilaði áliti og vísaði málinu áfram til ríkisstjórnarinnar með ósk um nánari úttekt á einstökum þáttum málsins. Það standi hins vegar ekki til að svæfa málið í nefndinni. Nefndin muni afgreiða málið frá sér. „Alveg örugglega. Þetta mál er ekki þess eðlis að nokkur maður hafi áhuga á að gera það sem í eina tíð hefur verið kölluð svæfing. Það er enginn að fara að svæfa málið. Það þarf bara að vanda sig með afgreiðsluna á því,“ segir Páll Magnússon. Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurði drengja, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hún segir flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni leggjast gegn banninu. 15. apríl 2018 14:29 Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt 13. apríl 2018 14:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis segir að nefndin muni afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti fyrir sumarleyfi. Söfnuðurinn sem kemur saman í Norræna húsinu í dag verður að teljast allóvenjulegur þar sem gyðingar og múslimar sameinast ásamt fulltrúum kristinna safnaða. En kveikjan að ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga í dag er frumvarp níu þingmanna Framsóknarflokks, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins um bann við umskurði drengja. Auk fulltrúa fyrrgreindra trúarbragða, sem allir leggjast gegn frumvarpinu, mun Ólafur Þór Gunnarsson læknir og þingmaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna frumvarpsins, flytja erindi á ráðstefnunni. Salvör Nordal umboðsmaður barna og Baldur Tumi Baldursson yfirlæknir húð- og kynsjúkdómasviðs Landsspítalans flytja einnig erindi. Níutíu og níu umsagnir um frumvarpið sem Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður að hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd. Þótt fjöldi umsagna frá ýmsum samtökum gyðinga og múslima sé áberandi þar sem lagst er gegn frumvarpinu, hefur einnig borist nokkur fjöldi umsagna frá samtökum og einstaklingum sem hvetja Alþingi til að samþykkja bann við umskurði drengja. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir nefndina ekki endanlega hafa tekið ákvörðun um framhaldið. Það hafi verið rætt í nefndinni í morgun og umsagnarferlinu sé lokið. „Þetta snertir auðvitað ýmis mál. Þetta er ekki bara heilbrigðismál. Þetta er pólitískt mál, trúarlegt mál, menningarsögulegt mál. Við þurfum að vanda okkur með hvaða hætti bið tökumst á við málið,“ segir Páll. Stuðningur er við efni málsins í öllum flokkum. Nokkrir þingmenn hafa þó sett fram efasemdir um að það eigi heima í hegningarlögum og rétt sé að hafa viðurlög við broti á lögunum allt að sex ára fangelsi eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. „Sú afstaða margra úr gyðingasamfélaginu er svo sem þekkt að með þessu værum við ekki bara að glæpavæða umskurðinn sjálfan. Við værum beinlínis að glæpavæða og banna gyðingdóm með ákvörðun af þessu tagi. Þannig að á þessu eru margar og mjög flóknar hliðar sem við eigum eftir að gera endanlega upp við okkur hvernig við tökumst á við,“ segir Páll. Nefndin sé meðal annars að skoða þann möguleika að nefndin skilaði áliti og vísaði málinu áfram til ríkisstjórnarinnar með ósk um nánari úttekt á einstökum þáttum málsins. Það standi hins vegar ekki til að svæfa málið í nefndinni. Nefndin muni afgreiða málið frá sér. „Alveg örugglega. Þetta mál er ekki þess eðlis að nokkur maður hafi áhuga á að gera það sem í eina tíð hefur verið kölluð svæfing. Það er enginn að fara að svæfa málið. Það þarf bara að vanda sig með afgreiðsluna á því,“ segir Páll Magnússon.
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurði drengja, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hún segir flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni leggjast gegn banninu. 15. apríl 2018 14:29 Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt 13. apríl 2018 14:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurði drengja, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hún segir flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni leggjast gegn banninu. 15. apríl 2018 14:29
Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt 13. apríl 2018 14:30