„Eitthvað fyrir alla“ á nýjum BrewDog-bar við Frakkastíg Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 10:15 Þórhallur Viðarsson, Eyþór Mar Halldórsson og Eggert Gíslason standa að opnun BrewDog-staðarins á Frakkastíg. vísir/vilhelm Hópur reyndra manna úr íslenska veitingageiranum stendur að opnun bars og veitingastaðar undir merkjum BrewDog á næstu mánuðum. Staðurinn verður á tveimur hæðum, í kjallara og jarðhæð nýbyggingar að Frakkastíg 8a í miðbæ Reykjavíkur. Þórhallur Viðarsson, framkvæmdastjóri félagsins sem sér um opnun BrewDog-staðarins í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að mikil spenna ríki um opnun staðarins. Aðstandendur séu nýkomnir inn í húsnæðið og nú taki við töluverð vinna en stefnt er að því að opna staðinn snemmsumars.Eitthvað fyrir alla BrewDog er skoskt brugghús og sérhæfir sig í svokölluðum handverksbjór (e. craft beer) en greint var frá því fyrir skömmu að brugghúsið hygðist opna stað hér á landi. Að sögn Þórhalls verður maturinn á hinum nýja BrewDog-stað á Frakkastíg ekki í aukahlutverki þó að staðurinn sé rekinn undir merkjum brugghússins. „Þetta verður veitingahús með mikla áherslu á bjór, en það verður svosem ekki minni áhersla lögð á eldhúshliðina. Hún tvinnast inn í hitt. Þetta er matur sem fer vel með bjór þó svo að það verði auðvitað annars konar vín á boðstólnum,“ segir Þórhallur.Staðurinn mun opna í nýbyggingu á horni Frakkastígs og Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið sést plastklætt til vinstri á mynd.Vísir/RakelÞá er gert ráð fyrir að viðskiptavinir hafi úr mörgu að velja, geri þeir sér ferð á staðinn þegar hann opnar. „Þetta verður allt frá snakki og smáréttum upp í Wagyu-hamborgara. Svo verður að sjálfsögðu eitthvað grænmetis og vegan líka. Svo verðum við með 20 bjórdælur og flottasta bjórdælukerfi sem sést hefur hér á landi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við verðum með eitthvað fyrir alla.“ Reynsluboltar standa að opnuninni Þórhallur segir fjölbreyttan hóp standa að opnun BrewDog-staðarins. Um sé að ræða reynslubolta úr eldhús- og barbransanum, þ.á.m. Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumann og Róbert Ólafsson eiganda Forréttabarsins. Sjálfur er Þórhallur svo aðildarmaður að félaginu auk fleiri „bjórnörda“ og annarra fjárfesta. Opnun staðarins hefur verið nokkurn tíma í burðarliðnum.Frá Brewdog-bar í Shoreditch-hverfinu í London.Vísir/Getty„Það eru einhverjir mánuðir síðan hjólin fóru að hreyfast en svo er þetta búið að vera hugmynd hjá ákveðnum aðilum lengur. Ég kom inn í ferlið fyrir þremur mánuðum og þá voru þeir búnir að vera með þetta í forvinnu í einhvern tíma.“En af hverju varð BrewDog fyrir valinu?„Þetta er vörumerki sem við þekkjum vel. Ég og fleiri í hópnum höfum margoft sótt þessa staði erlendis sjálf. Okkur þótti vanta svona stað hingað og fannst þetta passa við markaðinn,“ segir Þórhallur. Fyrsti BrewDog-barinn var opnaður í borginni Aberdeen í Skotlandi árið 2010. Síðan þá hafa BrewDog-staðir verið opnaðir víðsvegar um Bretland og síðar á Ítalíu auk Svíþjóðar og Finnlands svo fátt eitt sé nefnt. BrewDog stefnir á að opna 17 nýja bari á árinu en sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Leggja áherslu á eldhúsið Aðspurður segir Þórhallur BrewDog-staðinn á Frakkastíg verða nokkuð frábrugðinn stöðunum úti í löndum. „Ég myndi segja það, við gerum töluvert meira úr eldhúsinu en þeir úti. Þar er „bisnessinn“ nánast bara bjór, þau bjóða kannski upp á hamborgara og slíkt en þetta snýst meira og minna allt um bjórinn. Við spilum örlítið meira úr eldhúsinu, án þess þó að það bitni á bjórnum.“ Hægt er að fylgja væntanlegum BrewDog-stað á Instagram undir nafninu @brewdogreykjavik. Þá stendur yfir leit að fólki með brennandi áhuga á bjór til að starfa á staðnum en hægt er að senda umsókn á netfangið reykjavikbar@brewdog.com. In few weeks time, this angle will show hoppy beers and happy people . . . #brewdogreykjavik #brewdog #workinprogress #thedogiscoming #goodpeopledrinkgoodbeer #craftbeerforthepeople #craftbeer A post shared by BrewDog Reykjavík (@brewdogreykjavik) on Apr 10, 2018 at 10:26am PDT Neytendur Tengdar fréttir BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Eigendur Brewdog tilkynntu fyrir framan 8.000 manns í Aberdeen að þeir ætluðu að opna bar og brugghús í Reykjavík. Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, fagnar komu risans til landsins. 16. apríl 2018 06:00 Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10 Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Hópur reyndra manna úr íslenska veitingageiranum stendur að opnun bars og veitingastaðar undir merkjum BrewDog á næstu mánuðum. Staðurinn verður á tveimur hæðum, í kjallara og jarðhæð nýbyggingar að Frakkastíg 8a í miðbæ Reykjavíkur. Þórhallur Viðarsson, framkvæmdastjóri félagsins sem sér um opnun BrewDog-staðarins í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að mikil spenna ríki um opnun staðarins. Aðstandendur séu nýkomnir inn í húsnæðið og nú taki við töluverð vinna en stefnt er að því að opna staðinn snemmsumars.Eitthvað fyrir alla BrewDog er skoskt brugghús og sérhæfir sig í svokölluðum handverksbjór (e. craft beer) en greint var frá því fyrir skömmu að brugghúsið hygðist opna stað hér á landi. Að sögn Þórhalls verður maturinn á hinum nýja BrewDog-stað á Frakkastíg ekki í aukahlutverki þó að staðurinn sé rekinn undir merkjum brugghússins. „Þetta verður veitingahús með mikla áherslu á bjór, en það verður svosem ekki minni áhersla lögð á eldhúshliðina. Hún tvinnast inn í hitt. Þetta er matur sem fer vel með bjór þó svo að það verði auðvitað annars konar vín á boðstólnum,“ segir Þórhallur.Staðurinn mun opna í nýbyggingu á horni Frakkastígs og Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið sést plastklætt til vinstri á mynd.Vísir/RakelÞá er gert ráð fyrir að viðskiptavinir hafi úr mörgu að velja, geri þeir sér ferð á staðinn þegar hann opnar. „Þetta verður allt frá snakki og smáréttum upp í Wagyu-hamborgara. Svo verður að sjálfsögðu eitthvað grænmetis og vegan líka. Svo verðum við með 20 bjórdælur og flottasta bjórdælukerfi sem sést hefur hér á landi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við verðum með eitthvað fyrir alla.“ Reynsluboltar standa að opnuninni Þórhallur segir fjölbreyttan hóp standa að opnun BrewDog-staðarins. Um sé að ræða reynslubolta úr eldhús- og barbransanum, þ.á.m. Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumann og Róbert Ólafsson eiganda Forréttabarsins. Sjálfur er Þórhallur svo aðildarmaður að félaginu auk fleiri „bjórnörda“ og annarra fjárfesta. Opnun staðarins hefur verið nokkurn tíma í burðarliðnum.Frá Brewdog-bar í Shoreditch-hverfinu í London.Vísir/Getty„Það eru einhverjir mánuðir síðan hjólin fóru að hreyfast en svo er þetta búið að vera hugmynd hjá ákveðnum aðilum lengur. Ég kom inn í ferlið fyrir þremur mánuðum og þá voru þeir búnir að vera með þetta í forvinnu í einhvern tíma.“En af hverju varð BrewDog fyrir valinu?„Þetta er vörumerki sem við þekkjum vel. Ég og fleiri í hópnum höfum margoft sótt þessa staði erlendis sjálf. Okkur þótti vanta svona stað hingað og fannst þetta passa við markaðinn,“ segir Þórhallur. Fyrsti BrewDog-barinn var opnaður í borginni Aberdeen í Skotlandi árið 2010. Síðan þá hafa BrewDog-staðir verið opnaðir víðsvegar um Bretland og síðar á Ítalíu auk Svíþjóðar og Finnlands svo fátt eitt sé nefnt. BrewDog stefnir á að opna 17 nýja bari á árinu en sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Leggja áherslu á eldhúsið Aðspurður segir Þórhallur BrewDog-staðinn á Frakkastíg verða nokkuð frábrugðinn stöðunum úti í löndum. „Ég myndi segja það, við gerum töluvert meira úr eldhúsinu en þeir úti. Þar er „bisnessinn“ nánast bara bjór, þau bjóða kannski upp á hamborgara og slíkt en þetta snýst meira og minna allt um bjórinn. Við spilum örlítið meira úr eldhúsinu, án þess þó að það bitni á bjórnum.“ Hægt er að fylgja væntanlegum BrewDog-stað á Instagram undir nafninu @brewdogreykjavik. Þá stendur yfir leit að fólki með brennandi áhuga á bjór til að starfa á staðnum en hægt er að senda umsókn á netfangið reykjavikbar@brewdog.com. In few weeks time, this angle will show hoppy beers and happy people . . . #brewdogreykjavik #brewdog #workinprogress #thedogiscoming #goodpeopledrinkgoodbeer #craftbeerforthepeople #craftbeer A post shared by BrewDog Reykjavík (@brewdogreykjavik) on Apr 10, 2018 at 10:26am PDT
Neytendur Tengdar fréttir BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Eigendur Brewdog tilkynntu fyrir framan 8.000 manns í Aberdeen að þeir ætluðu að opna bar og brugghús í Reykjavík. Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, fagnar komu risans til landsins. 16. apríl 2018 06:00 Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10 Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Eigendur Brewdog tilkynntu fyrir framan 8.000 manns í Aberdeen að þeir ætluðu að opna bar og brugghús í Reykjavík. Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, fagnar komu risans til landsins. 16. apríl 2018 06:00
Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10
Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15