Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 15:43 Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni. samsett Rannsókn á máli strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar stendur enn yfir og unnið að því að hafa hendur í hári hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að tveir hafi verið yfirheyrðir með stöðu sakbornings vegna gruns aðild þeirra að flótta Sindra Þórs en hafa verið látnir lausir lausir. Fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist lögreglu og stendur úrvinnsla þeirra yfir. Sindri Þór flúði úr fangelsinu Sogni í Ölfusi um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Hann fór þaðan til Keflavíkurflugvallar og flaug með farþegaþotu Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans.Ekkert spurst til hansGunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að ekkert hefði spurst til Sindra Þórs frá því hann kom til Svíþjóðar. Ekki liggur því fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann flaug þaðan til annars lands. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar en Gunnar sagði við Vísi að Sindri hefði ekki notast við falsað vegabréf til að komast úr landinu. Svíþjóð er innan Schengen-svæðisins og fer það eftir flugfélögum hvort að farþegar þurfa að framvísa vegabréfum áður en þeir fara um borð í vélarnar. Gunnar sagði í samtali við Vísi í gær að fullyrða mætti að Sindri hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Í haldi vegna Bitcoin-málsSindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Rannsókn á máli strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar stendur enn yfir og unnið að því að hafa hendur í hári hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að tveir hafi verið yfirheyrðir með stöðu sakbornings vegna gruns aðild þeirra að flótta Sindra Þórs en hafa verið látnir lausir lausir. Fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist lögreglu og stendur úrvinnsla þeirra yfir. Sindri Þór flúði úr fangelsinu Sogni í Ölfusi um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Hann fór þaðan til Keflavíkurflugvallar og flaug með farþegaþotu Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans.Ekkert spurst til hansGunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að ekkert hefði spurst til Sindra Þórs frá því hann kom til Svíþjóðar. Ekki liggur því fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann flaug þaðan til annars lands. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar en Gunnar sagði við Vísi að Sindri hefði ekki notast við falsað vegabréf til að komast úr landinu. Svíþjóð er innan Schengen-svæðisins og fer það eftir flugfélögum hvort að farþegar þurfa að framvísa vegabréfum áður en þeir fara um borð í vélarnar. Gunnar sagði í samtali við Vísi í gær að fullyrða mætti að Sindri hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Í haldi vegna Bitcoin-málsSindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45