Enn þjarmað að Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Eru gömul myndbönd frá þér enn á vefþjónum Facebook? Vísir/GETTY Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Facebook-notandi hlóð niður Facebook-skjalasafni sínu og sá þar myndbönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndböndunum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook-gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður.Vilja ekki græða á persónuupplýsingum Meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið persónuupplýsingar Facebook-notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýðræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í viðtali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónuupplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheilkenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Facebook-notandi hlóð niður Facebook-skjalasafni sínu og sá þar myndbönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndböndunum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook-gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður.Vilja ekki græða á persónuupplýsingum Meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið persónuupplýsingar Facebook-notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýðræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í viðtali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónuupplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheilkenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15
Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45
Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent