Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:15 Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns en hann sést hér ræða við fólk á vettvangi. Vísir Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28