Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:15 Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns en hann sést hér ræða við fólk á vettvangi. Vísir Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28