Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2018 19:55 Hvað gengur Conor eiginlega til spyrja menn sig í kvöld? vísir/getty Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum. Það var tilkynnt formlega í dag að hann verði orðinn titlalaus á laugardaginn er Khabib Nurmagomedov og Max Holloway berjast um léttvigtarbeltið hans. Conor var mættur til þess að styðja vin sinn Artem Lobov sem er að berjast á bardagakvöldinu. Þeir misstu sig allir í Barclays Center og þá aðallega Conor.Wild video from Felice Herrig's Instagram of Conor McGregor and company wrecking things behind the scenes. pic.twitter.com/tFqZ16JBqy — Michael Hutchinson (@TheMikeyHutch) April 5, 2018 Þeir eru sagðir hafa ráðist að bíl með bardagaköppum innanborðs. Sparkað í hann og kastað stólum að honum. Líklega var Khabib og hans lið í bílnum en honum lenti víst saman við Lobov á hóteli UFC-kappanna á þriðjudag. Á myndbandinu hér að ofan sést Conor kasta öryggishliði baksviðs í Barclays Center og láta öllum illum látum. Hann stakk svo af og er búið að gefa út handtökuskipun á Írann. Lögreglan leitar hans nú en hér að neðan má sjá þá stinga af inn í svartan bíl. So Conor McGregor and his entourage just sprinted out of Barclays Center and into a waiting SUV. Here's some shaky video from my window seat at Starbucks A post shared by Adam (@adamhilllvrj) on Apr 5, 2018 at 10:38am PDT Í öllum þessum átökum í kvöld fékk einn af bardagaköppum kvöldsins, Michael Chiesa, skurð á hausinn og óvissa með hans þátttöku í kvöldinu. Dana White, forseti UFC, gaf það svo út rétt áðan að Lobov fengi ekki að berjast á laugardag þar sem hann tók þátt í þessum látum í kvöld. White sagði enn fremur frá því að það væri búið að gefa út handtökuskipun á Conor. Það verða því frekari læti í New York í kvöld. So, this is how Chiesa got cut. #UFC223 pic.twitter.com/94RF9E3EVF— Justin Golightly (@SecretMovesMMA) April 5, 2018 yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018 MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum. Það var tilkynnt formlega í dag að hann verði orðinn titlalaus á laugardaginn er Khabib Nurmagomedov og Max Holloway berjast um léttvigtarbeltið hans. Conor var mættur til þess að styðja vin sinn Artem Lobov sem er að berjast á bardagakvöldinu. Þeir misstu sig allir í Barclays Center og þá aðallega Conor.Wild video from Felice Herrig's Instagram of Conor McGregor and company wrecking things behind the scenes. pic.twitter.com/tFqZ16JBqy — Michael Hutchinson (@TheMikeyHutch) April 5, 2018 Þeir eru sagðir hafa ráðist að bíl með bardagaköppum innanborðs. Sparkað í hann og kastað stólum að honum. Líklega var Khabib og hans lið í bílnum en honum lenti víst saman við Lobov á hóteli UFC-kappanna á þriðjudag. Á myndbandinu hér að ofan sést Conor kasta öryggishliði baksviðs í Barclays Center og láta öllum illum látum. Hann stakk svo af og er búið að gefa út handtökuskipun á Írann. Lögreglan leitar hans nú en hér að neðan má sjá þá stinga af inn í svartan bíl. So Conor McGregor and his entourage just sprinted out of Barclays Center and into a waiting SUV. Here's some shaky video from my window seat at Starbucks A post shared by Adam (@adamhilllvrj) on Apr 5, 2018 at 10:38am PDT Í öllum þessum átökum í kvöld fékk einn af bardagaköppum kvöldsins, Michael Chiesa, skurð á hausinn og óvissa með hans þátttöku í kvöldinu. Dana White, forseti UFC, gaf það svo út rétt áðan að Lobov fengi ekki að berjast á laugardag þar sem hann tók þátt í þessum látum í kvöld. White sagði enn fremur frá því að það væri búið að gefa út handtökuskipun á Conor. Það verða því frekari læti í New York í kvöld. So, this is how Chiesa got cut. #UFC223 pic.twitter.com/94RF9E3EVF— Justin Golightly (@SecretMovesMMA) April 5, 2018 yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018
MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira