„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 22:08 Dana White og Conor McGregor. Vísir/Getty Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018 MMA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018
MMA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira