Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 08:40 Geymslur loguðu í gær og ljóst að tjón er margvíslegt og mikið. Vísir/eyþór Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45