Fékk 700 þúsund í miskabætur vegna einangrunar og farbanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 18:39 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanni á þrítugsaldri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna viðbragða ýmissa aðila er komu að rannsókn kynferðisbrots sem maðurinn var kærður fyrir árið 2015. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti, krafði íslenska ríkið um 5,75 milljónir í skaðabætur vegna þeirra aðgerða. Atvik málsins eru þau að 15. mars 2015 lagði kona fram kæru hjá lögreglu um að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega aðfaranótt 14. mars 2015 á heimili hennar í Reykjavík. Hún kvaðst hafa hitt þrjá erlenda karlmenn á veitingastaðnum English Pub og boðið þeim heim til sín eftir lokun staðarins. Tveir mannanna hefðu fljótlega yfirgefið staðinn, en einn orðið eftir og hefði sá brotið gegn henni. Hann hafi verið að hjálpa henni að leita að símanum hennar í sófa þegar hann hafi dregið niður um sig buxurnar, farið ofan á hana í sófanum, dregið buxur hennar niður og haft við hana samræði án hennar samþykkis, að því er segir um málsatvik í dómi héraðsdóms. Eins og áður sagði var málið látið niður falla.Vistaður í fangaklefa, einangraður í gæsluvarðhaldi og úrskurðaður í farbann Í kjölfar kærunnar var maðurinn handtekinn 17. mars 2015 og settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Var hann yfirheyrður sama dag og honum kynnt að hann lægi undir grun um kynferðisbrot. Stefnandi gekkst við því að hafa átt samskipti við umrædda konu, en neitaði afdráttarlaust að hafa brotið gegn henni. Tæpum sólarhring eftir handtöku mannsins, um hádegisbil þann 18. mars 2015, var honum með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun til 20. mars 2015. Þann 20. mars var stefnandi svo leiddur að nýju fyrir dómara sem úrskurðaði hann í farbann til 17. apríl 2015. Maðurinn krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna áðurtaldra aðgerða, þ.e. vistunar í fangaklefa, einangrunar í gæsluvarðhaldi og farbanns. Með dómi héraðsdóms var ríkinu gert að greiða manninum 700 þúsund krónur en hann krafðist upphaflega 5,75 milljóna króna. Þá fellur málskostnaður niður og mun allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanni á þrítugsaldri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna viðbragða ýmissa aðila er komu að rannsókn kynferðisbrots sem maðurinn var kærður fyrir árið 2015. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti, krafði íslenska ríkið um 5,75 milljónir í skaðabætur vegna þeirra aðgerða. Atvik málsins eru þau að 15. mars 2015 lagði kona fram kæru hjá lögreglu um að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega aðfaranótt 14. mars 2015 á heimili hennar í Reykjavík. Hún kvaðst hafa hitt þrjá erlenda karlmenn á veitingastaðnum English Pub og boðið þeim heim til sín eftir lokun staðarins. Tveir mannanna hefðu fljótlega yfirgefið staðinn, en einn orðið eftir og hefði sá brotið gegn henni. Hann hafi verið að hjálpa henni að leita að símanum hennar í sófa þegar hann hafi dregið niður um sig buxurnar, farið ofan á hana í sófanum, dregið buxur hennar niður og haft við hana samræði án hennar samþykkis, að því er segir um málsatvik í dómi héraðsdóms. Eins og áður sagði var málið látið niður falla.Vistaður í fangaklefa, einangraður í gæsluvarðhaldi og úrskurðaður í farbann Í kjölfar kærunnar var maðurinn handtekinn 17. mars 2015 og settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Var hann yfirheyrður sama dag og honum kynnt að hann lægi undir grun um kynferðisbrot. Stefnandi gekkst við því að hafa átt samskipti við umrædda konu, en neitaði afdráttarlaust að hafa brotið gegn henni. Tæpum sólarhring eftir handtöku mannsins, um hádegisbil þann 18. mars 2015, var honum með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun til 20. mars 2015. Þann 20. mars var stefnandi svo leiddur að nýju fyrir dómara sem úrskurðaði hann í farbann til 17. apríl 2015. Maðurinn krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna áðurtaldra aðgerða, þ.e. vistunar í fangaklefa, einangrunar í gæsluvarðhaldi og farbanns. Með dómi héraðsdóms var ríkinu gert að greiða manninum 700 þúsund krónur en hann krafðist upphaflega 5,75 milljóna króna. Þá fellur málskostnaður niður og mun allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira