Í farbanni grunaður um innflutning á kókaíni í útvarpstæki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 22:29 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um farbannið. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður skuli sæta farbanni til 13. apríl næstkomandi en hann er grunaður um aðild að máli þar sem um 317 grömmum af kókaíni var smyglað til landsins í útvarpstæki. Í úrskurði héraðsdóms segir að upphaf málsins megi rekja til 6. desembers í fyrra þegar Tollgæslan hafi fundið talsvert magn af ætluðum fíkniefnum í póstsendingu Póstsins sem kom frá Hollandi. Voru efnin falin í útvarpstæki. Tiltekinn einstaklingur hafi verið skráður sem viðtakandi sendingarinnar en sendandi var hollenskur. Lögreglan lagði hald á efnið og var um að ræða kókaín. Efnunum var skipt út fyrir skaðlaus efni og var eftirfarar-og hlustunarbúnaði einnig komið fyrir í pakkanum.Fylgdust með pakkanum og hlustuðu á samskipti Nokkrum dögum síðar, eða þann 11. desember, hafði viðtakandi pakkans samband við Póstinn, svaraði tilkynningu um að pakkinn væri kominn og óskaði jafnframt eftir því að pakkinn yrði keyrður að heimili hans í Reykjavík. Lögreglan fylgdist með pakkanum fara að heimili viðtakandans ásamt því að hlusta á samskipti þeirra einstaklinga sem meðhöndluðu hann. Skömmu síðar fór lögreglan inn í íbúðina og kom þá að viðtakandanum, öðrum manni og þeim sem nú hefur verið úrskurðaður í farbann. Voru þremenningarnir að eiga við útvarpið. „Í kjölfarið hafi allir aðilar verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Mikið misræmi hafi verið í framburði þeirra varðandi aðild og aðkomu að innflutningi efnanna og allir undir rökstuddum grun um innflutning þeirra. Þann 12. desember hafi allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 til föstudagsins 22. desember sl. Í kjölfar þess að gæsluvarðhaldinu hafi lokið hafi kærða verið gert að sæta farbanni samkvæmt nánar tilgreindum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Á sambýliskonu í Barcelona og er með mjög lítil tengsl við Ísland Fram hafi komið í skýrslutökum að maðurinn sem sætir farbanni hafi átt frumkvæði að skipulagningu á innflutningi efnanna. Styðja önnur rannsóknargögn þann framburð. Maðurinn sjálfur hafi hins vegar að miklu leyti neitað að tjá sig undir rannsókn málsins. „Fram hefur komið við skýrslugjöf kærða hjá lögreglu og hjá verjanda hans áður fyrir dómi, að kærði eigi ekki heimili á Íslandi, en hann eigi sambýliskonu í Barcelona á Spáni og eigi þau von á barni. Kærði hefur mjög lítil tengsl við Ísland og einmitt vegna þeirra aðstæðna hans sem verjandi hefur lýst má fremur ætla að hann muni reyna að komast úr landi í því skyni að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til kæmi. Í ljósi alls framangreinds verður fallist á það með lögreglustjóra að brýnt sé að tryggja nærveru kærða á meðan mál hans er til meðferðar innan réttarvörslukerfisins hér á landi og því sé nauðsynlegt að honum verði gert að sæta farbanni svo sem krafist er, enda má annars ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar,“ segir svo í úrskurði héraðsdóms. Dómurinn féllst á kröfu lögreglunnar um farbann en áréttaði að lögreglunni bæri að sem kostur er að hraða meðferð málsins. Það hafi ekki verið skýrt með viðhlítandi hætti fyrir dóminum hvers vegna tilbúna ákæru „taki heila viku til viðbótar til útgáfu eða hvers vegna staða málsins sé þessi með hliðsjón af því að sækjandi lýsti því yfir hér fyrir dóminum fyrir fjórum vikum síðan að rannsókn málsins væri lokið.“ Lögreglumál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður skuli sæta farbanni til 13. apríl næstkomandi en hann er grunaður um aðild að máli þar sem um 317 grömmum af kókaíni var smyglað til landsins í útvarpstæki. Í úrskurði héraðsdóms segir að upphaf málsins megi rekja til 6. desembers í fyrra þegar Tollgæslan hafi fundið talsvert magn af ætluðum fíkniefnum í póstsendingu Póstsins sem kom frá Hollandi. Voru efnin falin í útvarpstæki. Tiltekinn einstaklingur hafi verið skráður sem viðtakandi sendingarinnar en sendandi var hollenskur. Lögreglan lagði hald á efnið og var um að ræða kókaín. Efnunum var skipt út fyrir skaðlaus efni og var eftirfarar-og hlustunarbúnaði einnig komið fyrir í pakkanum.Fylgdust með pakkanum og hlustuðu á samskipti Nokkrum dögum síðar, eða þann 11. desember, hafði viðtakandi pakkans samband við Póstinn, svaraði tilkynningu um að pakkinn væri kominn og óskaði jafnframt eftir því að pakkinn yrði keyrður að heimili hans í Reykjavík. Lögreglan fylgdist með pakkanum fara að heimili viðtakandans ásamt því að hlusta á samskipti þeirra einstaklinga sem meðhöndluðu hann. Skömmu síðar fór lögreglan inn í íbúðina og kom þá að viðtakandanum, öðrum manni og þeim sem nú hefur verið úrskurðaður í farbann. Voru þremenningarnir að eiga við útvarpið. „Í kjölfarið hafi allir aðilar verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Mikið misræmi hafi verið í framburði þeirra varðandi aðild og aðkomu að innflutningi efnanna og allir undir rökstuddum grun um innflutning þeirra. Þann 12. desember hafi allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 til föstudagsins 22. desember sl. Í kjölfar þess að gæsluvarðhaldinu hafi lokið hafi kærða verið gert að sæta farbanni samkvæmt nánar tilgreindum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Á sambýliskonu í Barcelona og er með mjög lítil tengsl við Ísland Fram hafi komið í skýrslutökum að maðurinn sem sætir farbanni hafi átt frumkvæði að skipulagningu á innflutningi efnanna. Styðja önnur rannsóknargögn þann framburð. Maðurinn sjálfur hafi hins vegar að miklu leyti neitað að tjá sig undir rannsókn málsins. „Fram hefur komið við skýrslugjöf kærða hjá lögreglu og hjá verjanda hans áður fyrir dómi, að kærði eigi ekki heimili á Íslandi, en hann eigi sambýliskonu í Barcelona á Spáni og eigi þau von á barni. Kærði hefur mjög lítil tengsl við Ísland og einmitt vegna þeirra aðstæðna hans sem verjandi hefur lýst má fremur ætla að hann muni reyna að komast úr landi í því skyni að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til kæmi. Í ljósi alls framangreinds verður fallist á það með lögreglustjóra að brýnt sé að tryggja nærveru kærða á meðan mál hans er til meðferðar innan réttarvörslukerfisins hér á landi og því sé nauðsynlegt að honum verði gert að sæta farbanni svo sem krafist er, enda má annars ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar,“ segir svo í úrskurði héraðsdóms. Dómurinn féllst á kröfu lögreglunnar um farbann en áréttaði að lögreglunni bæri að sem kostur er að hraða meðferð málsins. Það hafi ekki verið skýrt með viðhlítandi hætti fyrir dóminum hvers vegna tilbúna ákæru „taki heila viku til viðbótar til útgáfu eða hvers vegna staða málsins sé þessi með hliðsjón af því að sækjandi lýsti því yfir hér fyrir dóminum fyrir fjórum vikum síðan að rannsókn málsins væri lokið.“
Lögreglumál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira