Ætla að efna til hönnunarsamkeppni um sundlaug í Fossvogsdal Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2018 10:09 Mælst er til þess að sundlaugin verði staðsett nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Borgarráð hefur samþykkt að gert verði ráð fyrir sundlaug við gerð deiliskipulags í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Verður það gert í samræmi við niðurstöður sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Samþykkti borgarráð að efna til hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær skulu standa saman að. Í niðurstöðum starfshópsins kom fram sundlaugin eigi að vera að lágmarki 25 metra löng og 12,5 metra breið og að í henni eigi að fara fram skólasund á vegum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Þá á sundlaugin að nýtast sem hverfissundlaug fyrir Fossvogsbúa beggja vegna dalsins. Vill starfshópurinn að laugin verði í góðu skjóli og að lágmarki með einum heitum potti. Í úttekt starfshópsins kom fram að farið var yfir reynslu af skólasundlaugum við Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Þær sundlaugar hafa verið lítið nýttar af almenningi sem gerir kröfu um að minnsta kosti einn heitu pottur fylgi sundlaug. Ekki er mælt fyrir því að koma fyrir rennibrautum né leiksvæðum til þess að leggja áherslu á tilgang laugarinnar, það er útilaug sem þjónar skólasundi á daginn og hverfinu eftir skólatíma. Starfshópurinn hafði þó áhyggjur af því að of mikil ásókn gæti skapað vanda vegna umferðar. Snemma kom upp hugmynd um að ekki yrði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti við sundlaugina svo þeir komi frekar gangandi eða hjólandi. Á móti yrði gert ráð fyrir gönguleiðum frá bílastæðum Fossvogsskóla og Snælandsskóla. Í niðurstöðu starfshópsins kom fram að einungis skuli gera ráð fyrir aðkomu bíla vegna aðfanga og til að uppfylla kröfur vegna fatlaðra sundlaugargesta. Að öðru leyti erum að ræða „græna“ sundlaug þar sem gert er ráð fyrir því að gestir laugarinnar komi gangandi eða hjólandi. Reykjavík Skipulag Sundlaugar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að gert verði ráð fyrir sundlaug við gerð deiliskipulags í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Verður það gert í samræmi við niðurstöður sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Samþykkti borgarráð að efna til hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær skulu standa saman að. Í niðurstöðum starfshópsins kom fram sundlaugin eigi að vera að lágmarki 25 metra löng og 12,5 metra breið og að í henni eigi að fara fram skólasund á vegum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Þá á sundlaugin að nýtast sem hverfissundlaug fyrir Fossvogsbúa beggja vegna dalsins. Vill starfshópurinn að laugin verði í góðu skjóli og að lágmarki með einum heitum potti. Í úttekt starfshópsins kom fram að farið var yfir reynslu af skólasundlaugum við Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Þær sundlaugar hafa verið lítið nýttar af almenningi sem gerir kröfu um að minnsta kosti einn heitu pottur fylgi sundlaug. Ekki er mælt fyrir því að koma fyrir rennibrautum né leiksvæðum til þess að leggja áherslu á tilgang laugarinnar, það er útilaug sem þjónar skólasundi á daginn og hverfinu eftir skólatíma. Starfshópurinn hafði þó áhyggjur af því að of mikil ásókn gæti skapað vanda vegna umferðar. Snemma kom upp hugmynd um að ekki yrði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti við sundlaugina svo þeir komi frekar gangandi eða hjólandi. Á móti yrði gert ráð fyrir gönguleiðum frá bílastæðum Fossvogsskóla og Snælandsskóla. Í niðurstöðu starfshópsins kom fram að einungis skuli gera ráð fyrir aðkomu bíla vegna aðfanga og til að uppfylla kröfur vegna fatlaðra sundlaugargesta. Að öðru leyti erum að ræða „græna“ sundlaug þar sem gert er ráð fyrir því að gestir laugarinnar komi gangandi eða hjólandi.
Reykjavík Skipulag Sundlaugar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira