Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:04 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir manninum. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum einstaklingum þegar þeir voru á aldrinum sex til nítján ára skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms hafa sjö einstaklingar kært manninn fyrir kynferðisbrot. Er hann grunaður um að hafa beitt þá grófu kynferðisofbeldi en um sé að ræða börn sem hafi af ýmsum ástæðum gist heima hjá manninum, eða hann á að hafa brotið gegn þeim á ferðalögum innanlands sem og í útlöndum. Að mati lögreglu eru framburðir kærendanna sjö trúverðugir. Fyrir utan þrjá þeirra hafi þeir ekki borið saman bækur sínar heldur gefið sig fram undir rannsókn málsins. „Málsatvik allra málanna eru keimlík, þ.e. að kærði hafi unnið sér inn traust brotaþola, látið þá sofa upp í rúmi hjá sér og þar hafi hann brotið gegn þeim í flestum tilfellum. Þá séu verknaðarlýsingar í kæruskýrslum í flestum tilfellum þær sömu, þ.e. fróun og getnaðarlimur í endaþarm, nema í tilfelli eins brotaþola. Í ljósi þessa og þess að brotaþolar þekkist ekki eða hafi ekki verið í samskiptum áður en kærurnar hafi verið lagðar fram telji lögregla ekki tilefni til að draga ásakanir brotaþola gegn kærða í efa. Þá hafi kærði sjálfur lýst því að hann hafi látið börnin sofa upp í rúmi hjá sér og hafi jafnframt lýst sömu ferðalögum og brotaþolar, en brotaþolar hafi lýst því að kærði hafi brotið gegn þeim á þeim ferðalögum. Styðji framburður kærða því framburði brotaþola. Þá séu vitni í þremur málanna,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ljóst sé að meint brot hafi haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem kært hafa manninn. Þá sé um að ræða sérstaklega gróf kynferðisbrot gegn börnum frá sex ára aldri sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi. Lögreglumál Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum einstaklingum þegar þeir voru á aldrinum sex til nítján ára skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms hafa sjö einstaklingar kært manninn fyrir kynferðisbrot. Er hann grunaður um að hafa beitt þá grófu kynferðisofbeldi en um sé að ræða börn sem hafi af ýmsum ástæðum gist heima hjá manninum, eða hann á að hafa brotið gegn þeim á ferðalögum innanlands sem og í útlöndum. Að mati lögreglu eru framburðir kærendanna sjö trúverðugir. Fyrir utan þrjá þeirra hafi þeir ekki borið saman bækur sínar heldur gefið sig fram undir rannsókn málsins. „Málsatvik allra málanna eru keimlík, þ.e. að kærði hafi unnið sér inn traust brotaþola, látið þá sofa upp í rúmi hjá sér og þar hafi hann brotið gegn þeim í flestum tilfellum. Þá séu verknaðarlýsingar í kæruskýrslum í flestum tilfellum þær sömu, þ.e. fróun og getnaðarlimur í endaþarm, nema í tilfelli eins brotaþola. Í ljósi þessa og þess að brotaþolar þekkist ekki eða hafi ekki verið í samskiptum áður en kærurnar hafi verið lagðar fram telji lögregla ekki tilefni til að draga ásakanir brotaþola gegn kærða í efa. Þá hafi kærði sjálfur lýst því að hann hafi látið börnin sofa upp í rúmi hjá sér og hafi jafnframt lýst sömu ferðalögum og brotaþolar, en brotaþolar hafi lýst því að kærði hafi brotið gegn þeim á þeim ferðalögum. Styðji framburður kærða því framburði brotaþola. Þá séu vitni í þremur málanna,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ljóst sé að meint brot hafi haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem kært hafa manninn. Þá sé um að ræða sérstaklega gróf kynferðisbrot gegn börnum frá sex ára aldri sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent