Vísindamenn varpa ljósi á örlög Ötu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. mars 2018 09:00 Jarðneskar leifar Ötu fundust árið 2003 í yfirgefnu þorpi í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Fréttablaðið/Nolan Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu. Beinagrindin fannst vafinn í hvítt klæði í yfirgefnu þorpi, La Noira, í suðurhluta Atacama í Síle. Hún var nefnd eftir fundarstaðnum, Ata. Þetta var árið 2003 en áratugum áður höfðu íbúar La Noira unnið í gjöfulum nítrat-námum í grennd við bæinn. Beinagrindin var afmynduð og með einkennilega andlitsdrætti. Hún var aðeins 15 sentímetrar að lengd, þó virtust beinin vera úr einstaklingi sem var mun eldri en hæð hans gaf til kynna. Uppruni steingervingsins var á huldu. Sumir töldu beinagrindina staðfestingu á að geimverur væru til og vinsælar heimildarmyndir voru framleiddar um þessa meintu staðfestingu fyrir framandi lífi. Núna, fimmtán árum eftir að Ata fannst, hafa vísindamenn varpað ljósi á uppruna beinagrindarinnar. Rannsóknarvinnan hófst árið 2012. Þá töldu menn að Ata væri ævaforn steingervingur en svo reyndist ekki vera. Vísindamönnunum tókst að nálgast erfðasýni úr beinmerg Ötu. Stærð basaparanna gaf til kynna að beinagrindin væri yngri en 500 ára gömul. Erfðaefnið var raðgreint en beinagrindin sjálf var gegnumlýst og færð í sneiðmyndatöku. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í vísindaritinu Genome Research.Alvarlegar stökkbreytingar á erfðaefniSamkvæmt þessum niðurstöðum var Ata stúlkubarn, ættuð frá Suður-Ameríku en í erfðamengi hennar fannst algeng blanda af evrópskum og suður-amerískum erfðum. Ata var ótvírætt mennsk. Undarlegt útlit hennar má, samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum, útskýra með afar alvarlegum stökkbreytingum í erfðaefni hennar. Ata hafði 11 rifbeinapör, en ekki 12 eins og hjá heilbrigðum einstaklingum. Líklegt þykir að hún hafi þjáðst af sjúkdómi sem framkallaði ótímabæran þroska og lokun vaxtarlína í beinum. Miklar stökkbreytingar fundust í erfðum Ötu, nokkrar sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal eru breytingar sem valda meiriháttar og banvænum heilkennum á borð við Sensebrenner-heilkenni, sem er fjölkerfa beinsjúkdómur, og Greenberg-misvöxt, sem veldur skelfilegri afmyndun beina á meðan börn eru í móðurkviði. Nær öruggt þykir að Ata hafi látist í móðurkviði, eða stuttu eftir fæðingu. Vísindamennirnir benda á að erfitt sé að áætla um orsök stökkbreytinganna. La Noira, eyðiþorpið þar sem Ata fannst, var námubær þar sem grafið var eftir nítrati. Vitað er að efnið getur haft afar skaðleg áhrif erfðaefni og þá sérstaklega hjá fóstrum. Svipfar Ötu, eða þau einkenni sem rekja má til arfgerðar, eru mörg ný og í niðurlagi sínu hvetja vísindamennirnir til þess að þessar stökkbreytingar verði rannsakaðar frekar, enda gætu þær leitt til nýrra meðferða við mörgum af erfiðustu beinsjúkdómum sem fyrirfinnast. Birtist í Fréttablaðinu Chile Fornminjar Vísindi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu. Beinagrindin fannst vafinn í hvítt klæði í yfirgefnu þorpi, La Noira, í suðurhluta Atacama í Síle. Hún var nefnd eftir fundarstaðnum, Ata. Þetta var árið 2003 en áratugum áður höfðu íbúar La Noira unnið í gjöfulum nítrat-námum í grennd við bæinn. Beinagrindin var afmynduð og með einkennilega andlitsdrætti. Hún var aðeins 15 sentímetrar að lengd, þó virtust beinin vera úr einstaklingi sem var mun eldri en hæð hans gaf til kynna. Uppruni steingervingsins var á huldu. Sumir töldu beinagrindina staðfestingu á að geimverur væru til og vinsælar heimildarmyndir voru framleiddar um þessa meintu staðfestingu fyrir framandi lífi. Núna, fimmtán árum eftir að Ata fannst, hafa vísindamenn varpað ljósi á uppruna beinagrindarinnar. Rannsóknarvinnan hófst árið 2012. Þá töldu menn að Ata væri ævaforn steingervingur en svo reyndist ekki vera. Vísindamönnunum tókst að nálgast erfðasýni úr beinmerg Ötu. Stærð basaparanna gaf til kynna að beinagrindin væri yngri en 500 ára gömul. Erfðaefnið var raðgreint en beinagrindin sjálf var gegnumlýst og færð í sneiðmyndatöku. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í vísindaritinu Genome Research.Alvarlegar stökkbreytingar á erfðaefniSamkvæmt þessum niðurstöðum var Ata stúlkubarn, ættuð frá Suður-Ameríku en í erfðamengi hennar fannst algeng blanda af evrópskum og suður-amerískum erfðum. Ata var ótvírætt mennsk. Undarlegt útlit hennar má, samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum, útskýra með afar alvarlegum stökkbreytingum í erfðaefni hennar. Ata hafði 11 rifbeinapör, en ekki 12 eins og hjá heilbrigðum einstaklingum. Líklegt þykir að hún hafi þjáðst af sjúkdómi sem framkallaði ótímabæran þroska og lokun vaxtarlína í beinum. Miklar stökkbreytingar fundust í erfðum Ötu, nokkrar sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal eru breytingar sem valda meiriháttar og banvænum heilkennum á borð við Sensebrenner-heilkenni, sem er fjölkerfa beinsjúkdómur, og Greenberg-misvöxt, sem veldur skelfilegri afmyndun beina á meðan börn eru í móðurkviði. Nær öruggt þykir að Ata hafi látist í móðurkviði, eða stuttu eftir fæðingu. Vísindamennirnir benda á að erfitt sé að áætla um orsök stökkbreytinganna. La Noira, eyðiþorpið þar sem Ata fannst, var námubær þar sem grafið var eftir nítrati. Vitað er að efnið getur haft afar skaðleg áhrif erfðaefni og þá sérstaklega hjá fóstrum. Svipfar Ötu, eða þau einkenni sem rekja má til arfgerðar, eru mörg ný og í niðurlagi sínu hvetja vísindamennirnir til þess að þessar stökkbreytingar verði rannsakaðar frekar, enda gætu þær leitt til nýrra meðferða við mörgum af erfiðustu beinsjúkdómum sem fyrirfinnast.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Fornminjar Vísindi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira