Kæra fyrrverandi og núverandi eiginmann sinn fyrir mansal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2018 13:20 Kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann var hafnað. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja. Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja.
Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira