Kæra fyrrverandi og núverandi eiginmann sinn fyrir mansal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2018 13:20 Kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann var hafnað. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja. Lögreglumál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja.
Lögreglumál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira