Hallarbylting slökkviliðsmanna í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2018 09:15 Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri. Vísir Mikil ólga ríkir innan Slökkviliðs Borgarbyggðar og hafa slökkviliðsmenn kvartað við stjórnendur sveitarfélagsins vegna samstarfsörðugleika á milli starfsmanna og stjórnenda slökkviliðsins. Senda á núverandi slökkviliðsstjóra, Bjarna Kristinn Þorsteinsson, í veikindaleyfi. Gengið var fram hjá aðstoðarslökkviliðsstjóra og auglýst eftir nýjum stjóra í afleysingar til sex mánaða. Búið var að ráða Huldu Geirsdóttur sem nýjan slökkviliðsstjóra, eftir að staðan var auglýst í janúar. Mannvirkjastofnun gerði athugasemd við ráðninguna þar sem Hulda hafði hvorki næga menntun né reynslu. Ekkert varð því af ráðningu hennar.Umdæmi Slökkviliðs Borgarbyggðar er Borgarfjörður og Eyja- og Miklaholtshreppur og eiga 53 slökkviliðsmenn að vera skráðir til starfa þar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur til lengri tíma ríkt óánægja innan Slökkviliðs Borgarbyggðar með störf stjórnenda. Slökkviliðsmenn munu hafa rætt málið sín á milli og við stjórnendur Borgarbyggðar og verður Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri sendur í veikindaleyfi. Krafa slökkviliðsmanna er sú að ráðið verði í stöður slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra. Annars séu slökkviliðsmenn líklegir til að segja upp störfum.Margir ekki fullgildir slökkviliðsmenn Meðal þess sem slökkviliðsmenn hafa gagnrýnt stjórnendur fyrir eru samskiptaörðugleikar, að ekki ríki traust á milli liðsmanna og stjórnenda og upplýsingagjöf þar á milli hafi verið of lítil til langs tíma. Sömuleiðis hefur slökkviliðsmönnum þótt æfingar of fáar og illa skipulagðar. Því standist fáir skilyrði til að vera fullgildir slökkviliðsmenn og reykkafarar. Þar að auki hefur Vísir heimildir fyrir því að slökkviliðsmenn mæti ekki á æfingar sem skipulagðar hafa verið af aðstoðarslökkvistjóra.Samkvæmt heimildum Vísis hefur til lengri tíma ríkt óánægja innan Slökkviliðs Borgarbyggðar með störf stjórnenda.VísirKrafa um tuttugu klukkustundir í æfingar á ári og 25 klukkustundir til viðbótar fyrir reykkafara hefur ekki verið uppfyllt að sögn slökkviliðsmanna sem Vísir hefur rætt við. Þá hafi æfingar ekki verið haldnar fyrir liðsheildina heldur hafi þeim verið skipt á milli slökkviliðsmanna í Borgarnesi annars vegar og á Hvanneyri og í Reykholti hins vegar. Þar að auki eru liðsmenn ósáttir við að fá ekki útköll í minni verkefni. Þau hafi stjórnendur séð sjálfir um.Hefur aldrei beðið um veikindaleyfi Slökkviliðsstjórinn Bjarni Þorsteinsson, sem sinnt hefur starfinu frá 1999, segist hafa veikst á síðasta ári og verið frá vinnu fram á haust. Hann sé nú snúinn aftur til starfa. „Ég myndi benda þér á að heyra í sveitarstjóranum með þetta. Hann á að geta skýrt fyrir þér hvað lá að baki. Þennan gjörning sem þeir fóru út í,“ segir Bjarni. Hann var á vakt þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið og telur sig enn vera með vinnu. „Ég veit ekki betur. Þeir þurfa þá að losa sig við mig ef þeir ætla sér að gera það. Þetta kemur til af veikindum sem ég var að berjast við í fyrra alveg fram á haust. Þeir vilja koma mér í veikindaleyfi. Ég hef aldrei beðið um veikindaleyfi. Þeir tóku ákvörðun að setja mig í það. Ég er ekki kominn í það enn.“ Bjarni bendir á að með því að auglýsa stöðu slökkviliðsstjóra hafi ekki verið farið að lögum nr. 75/2000 þar sem segi að aðstoðarslökkviliðsstjóri standi vaktina í fjarveru slökkviliðsstjóra.Sveitarstjórn ræður slökkviliðsstjóra. Slökkviliðsstjóri ræður annað starfslið slökkviliðsins. Í forföllum slökkviliðsstjóra er varaslökkviliðsstjóri yfirmaður slökkviliðs. „Það er skrýtið. Þegar auglýst er eftir kennurum þá þarf fólk með réttindi. En svo er skautað framhjá því þegar um slökkviliðsstjóra er að ræða.“Kannast ekki við óánægju Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segist ekki kannast við óánægju innan slökkviliðsins. Hann segir það rétt að Bjarni sé á leið í veikindafrí.Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Pjetur„Þegar fólk veikist fer það oft í veikindaleyfi, sem er mjög eðlilegur hlutur,“ segir Gunnlaugur. Veikindaleyfið á að standa yfir í sex mánuði. „Starf slökkviliðsstjóra er þess eðlis að þar þurfa menn að vera við hestaheilsu, bæði sín vegna og annarra.“ Hann sagði einnig að enn væri verið að vinna málið og það væri ekki komið í gegn enn. Hann vildi ekki tjá sig nánar.Þörf á úrbótum Mannvirkjastofnun gerði úttekt á Slökkviliði Borgarbyggðar árið 2016. Þar kom fram að ekki hafði verið bætt úr ýmsum atriðum eftir úttekt stofnunarinnar árið 2013.Reykkafarar höfðu hvorki farið í læknisskoðun né þrek- og styrktarpróf í samræmi við kröfur laga. Umsýsla um reykköfunarbúnað og loftþjöppu var ekki í samræmi við lög. Bæta þurfti eldvarnaeftirlit og ekki hafði áformum um úrbætur varðandi framkvæmd brunavarnaráætlunar verið fylgt eftir. Enginn hafði verið ráðinn í eldvarnareftirlit. Þá kom einnig fram að menntun slökkviliðsins væri ekki í samræmi við gildandi brunavarnaáætlun. Upplýsingar um vatn fyrir slökkvivatn væri ekki í samræmi við lög og yfirfara þyrfti allan hlífðarbúnað slökkviliðsmanna og ganga úr skugga um að hann uppfyllti kröfur. „Mannvirkjastofnun vekur athygli á að í bréfi dags. 15.5.2013 voru gerðar sömu athugasemdir varðandi slökkvivatn, menntun slökkviliðsmanna, reykköfunarbúnað, loftpressu, hlífðarfatnað og framkvæmd eldvarnaeftirlits og þeim tilmælum beint til sveitarstjórnar að úrbætur yrðu gerðar sem fyrst,“ segir í úttekt Mannvirkjastofnunar. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Mikil ólga ríkir innan Slökkviliðs Borgarbyggðar og hafa slökkviliðsmenn kvartað við stjórnendur sveitarfélagsins vegna samstarfsörðugleika á milli starfsmanna og stjórnenda slökkviliðsins. Senda á núverandi slökkviliðsstjóra, Bjarna Kristinn Þorsteinsson, í veikindaleyfi. Gengið var fram hjá aðstoðarslökkviliðsstjóra og auglýst eftir nýjum stjóra í afleysingar til sex mánaða. Búið var að ráða Huldu Geirsdóttur sem nýjan slökkviliðsstjóra, eftir að staðan var auglýst í janúar. Mannvirkjastofnun gerði athugasemd við ráðninguna þar sem Hulda hafði hvorki næga menntun né reynslu. Ekkert varð því af ráðningu hennar.Umdæmi Slökkviliðs Borgarbyggðar er Borgarfjörður og Eyja- og Miklaholtshreppur og eiga 53 slökkviliðsmenn að vera skráðir til starfa þar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur til lengri tíma ríkt óánægja innan Slökkviliðs Borgarbyggðar með störf stjórnenda. Slökkviliðsmenn munu hafa rætt málið sín á milli og við stjórnendur Borgarbyggðar og verður Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri sendur í veikindaleyfi. Krafa slökkviliðsmanna er sú að ráðið verði í stöður slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra. Annars séu slökkviliðsmenn líklegir til að segja upp störfum.Margir ekki fullgildir slökkviliðsmenn Meðal þess sem slökkviliðsmenn hafa gagnrýnt stjórnendur fyrir eru samskiptaörðugleikar, að ekki ríki traust á milli liðsmanna og stjórnenda og upplýsingagjöf þar á milli hafi verið of lítil til langs tíma. Sömuleiðis hefur slökkviliðsmönnum þótt æfingar of fáar og illa skipulagðar. Því standist fáir skilyrði til að vera fullgildir slökkviliðsmenn og reykkafarar. Þar að auki hefur Vísir heimildir fyrir því að slökkviliðsmenn mæti ekki á æfingar sem skipulagðar hafa verið af aðstoðarslökkvistjóra.Samkvæmt heimildum Vísis hefur til lengri tíma ríkt óánægja innan Slökkviliðs Borgarbyggðar með störf stjórnenda.VísirKrafa um tuttugu klukkustundir í æfingar á ári og 25 klukkustundir til viðbótar fyrir reykkafara hefur ekki verið uppfyllt að sögn slökkviliðsmanna sem Vísir hefur rætt við. Þá hafi æfingar ekki verið haldnar fyrir liðsheildina heldur hafi þeim verið skipt á milli slökkviliðsmanna í Borgarnesi annars vegar og á Hvanneyri og í Reykholti hins vegar. Þar að auki eru liðsmenn ósáttir við að fá ekki útköll í minni verkefni. Þau hafi stjórnendur séð sjálfir um.Hefur aldrei beðið um veikindaleyfi Slökkviliðsstjórinn Bjarni Þorsteinsson, sem sinnt hefur starfinu frá 1999, segist hafa veikst á síðasta ári og verið frá vinnu fram á haust. Hann sé nú snúinn aftur til starfa. „Ég myndi benda þér á að heyra í sveitarstjóranum með þetta. Hann á að geta skýrt fyrir þér hvað lá að baki. Þennan gjörning sem þeir fóru út í,“ segir Bjarni. Hann var á vakt þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið og telur sig enn vera með vinnu. „Ég veit ekki betur. Þeir þurfa þá að losa sig við mig ef þeir ætla sér að gera það. Þetta kemur til af veikindum sem ég var að berjast við í fyrra alveg fram á haust. Þeir vilja koma mér í veikindaleyfi. Ég hef aldrei beðið um veikindaleyfi. Þeir tóku ákvörðun að setja mig í það. Ég er ekki kominn í það enn.“ Bjarni bendir á að með því að auglýsa stöðu slökkviliðsstjóra hafi ekki verið farið að lögum nr. 75/2000 þar sem segi að aðstoðarslökkviliðsstjóri standi vaktina í fjarveru slökkviliðsstjóra.Sveitarstjórn ræður slökkviliðsstjóra. Slökkviliðsstjóri ræður annað starfslið slökkviliðsins. Í forföllum slökkviliðsstjóra er varaslökkviliðsstjóri yfirmaður slökkviliðs. „Það er skrýtið. Þegar auglýst er eftir kennurum þá þarf fólk með réttindi. En svo er skautað framhjá því þegar um slökkviliðsstjóra er að ræða.“Kannast ekki við óánægju Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segist ekki kannast við óánægju innan slökkviliðsins. Hann segir það rétt að Bjarni sé á leið í veikindafrí.Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Pjetur„Þegar fólk veikist fer það oft í veikindaleyfi, sem er mjög eðlilegur hlutur,“ segir Gunnlaugur. Veikindaleyfið á að standa yfir í sex mánuði. „Starf slökkviliðsstjóra er þess eðlis að þar þurfa menn að vera við hestaheilsu, bæði sín vegna og annarra.“ Hann sagði einnig að enn væri verið að vinna málið og það væri ekki komið í gegn enn. Hann vildi ekki tjá sig nánar.Þörf á úrbótum Mannvirkjastofnun gerði úttekt á Slökkviliði Borgarbyggðar árið 2016. Þar kom fram að ekki hafði verið bætt úr ýmsum atriðum eftir úttekt stofnunarinnar árið 2013.Reykkafarar höfðu hvorki farið í læknisskoðun né þrek- og styrktarpróf í samræmi við kröfur laga. Umsýsla um reykköfunarbúnað og loftþjöppu var ekki í samræmi við lög. Bæta þurfti eldvarnaeftirlit og ekki hafði áformum um úrbætur varðandi framkvæmd brunavarnaráætlunar verið fylgt eftir. Enginn hafði verið ráðinn í eldvarnareftirlit. Þá kom einnig fram að menntun slökkviliðsins væri ekki í samræmi við gildandi brunavarnaáætlun. Upplýsingar um vatn fyrir slökkvivatn væri ekki í samræmi við lög og yfirfara þyrfti allan hlífðarbúnað slökkviliðsmanna og ganga úr skugga um að hann uppfyllti kröfur. „Mannvirkjastofnun vekur athygli á að í bréfi dags. 15.5.2013 voru gerðar sömu athugasemdir varðandi slökkvivatn, menntun slökkviliðsmanna, reykköfunarbúnað, loftpressu, hlífðarfatnað og framkvæmd eldvarnaeftirlits og þeim tilmælum beint til sveitarstjórnar að úrbætur yrðu gerðar sem fyrst,“ segir í úttekt Mannvirkjastofnunar.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira