Héraðssaksóknari hefur ákært par fyrir að brjóta gegn þroskahamlaðri konu að kvöldi sunnudagsins 2. október 2016. Maðurinn og konan neituðu sök þegar ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða í dag samkvæmt frétt á vef RÚV. Brotin eiga að hafa átt sér stað á þáverandi heimili parsins.
Samkvæmt frétt RÚV krefst konan þess að fá tvær milljónir króna í miskabætur frá manninum en eina milljón króna frá konunni. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni en sambýliskona hans er ákærð fyrir hlutdeild í nauðgun.
Fréttastofa RÚV vitnar í ákæruna og þar kemur fram að maðurinn hafi notfært sér að konan hafi verið ein með þeim í „í lokuðu herbergi, undir áhrifum lyfja/og eða vímuefna, lömuð af hræðslu og fjarri öðrum á ókunnugum stað.“ Konan á að hafa gefið henni óþekkta töflu, látið hana reykja kannabisefni ásamt því að hafa legið við hlið hennar á meðan maðurinn braut gegn henni.
Par ákært fyrir að brjóta á þroskahamlaðri konu
Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent




Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent
