Óvenjuleg undirtegund af inflúensu sem ekki var gert ráð fyrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2018 22:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. VÍSIR/STEFÁN „Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42
Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41
Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00