Gunnar finnur ekki fyrir pressu eftir tapið: "Spái ekki í því sem áður var“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 19:15 Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00