Bleiki goshverinn slær í gegn á samfélagsmiðli Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 17:45 Evaristti var harkalega gagnrýndur í kjölfar verknaðarins en ljósmynd hans hefur nú flogið hátt á samfélagsmiðlinum Pinterest. mynd/marco evaristti Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna. Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna.
Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22
Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58
Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46