Tveir menn eru sagðir hafa ráðist á stúlku í undirgöngum við Logafold í Grafarvogi á tólfa tímanum í gærkvöldi. Þeir eru jafnframt grunaðir um að hafa rænt af stúlkunni skartgrip, peningum og öðru sem hún hafði meðferðis.
Fátt er vitað um málið að svo stöddu en að sögn lögreglunnar er það í rannsókn. Ekki fylgir sögunni hvort stúlkan hafi særst í árásinni eða hvort grunur leiki á hvaða menn voru þarna á ferli.
Þá var maður, sem sagður er hafa verið í annarlegu ástandi, handtekinn við Hlemm skömmu eftir miðnætti en hann er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var fluttur yfir götuna, í fangaklefa lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.
Stúlka rænd í undirgöngum
Stefán Ó. Jónsson skrifar
