Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 21:15 Konan þarf að greiða manni sínum 1,2 milljónir króna í bætur vegna tungubitsins. Vísir/GVA Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55