66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 10:15 66°Norður og Tulipop munu kynna samstarf sitt á HönnunarMars. Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. Útfærsla af húfukollu 66°Norður í tengslum við HönnunarMars er svo gott sem orðin hefð en áður hefur 66°Norður unnið að útfærslum á henni með Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði, hönnunarteyminu Or Type, Hildi Yeoman svo einhverjir séu nefndir. Í samstarfinu við Tulipop má einnig finna léttar peysur og boli á yngstu kynslóðina. Persónur og ævintýraheimur Tulipop spila lykilhlutverk í línunni og eru litrík mynstur og teikningar af persónunum áberandi á flíkunum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Tulipop hafi getið sér gott orð undanfarin ár fyrir ævintýraheiminn sem þau hafa skapað þar sem skrítnar og skemmtilegar furðuverur búa. Vörulína fyrirtækisins er sífellt að vaxa og nú í fyrsta skipti fær Tulipop heimurinn að líta dagsins ljós á fatnaði í samstarfi við 66°Norður. Flíkurnar verða fáanlegar í takmörkuðu upplagi og fara í sölu í verslunum 66°Norður á HönnunarMars. „Þetta er í fyrsta skipti sem Tulipop fatnaður kemur á markað á Íslandi og það var frábært að vinna vörulínuna með fólki sem eru sérfræðingar á því sviði og með mikinn metnað til að búa til skemmtilega og litríka línu sem sameinar það besta úr bæði Tulipop og 66°Norður. Vörulínan inniheldur vörur fyrir allt frá nýfæddum börnum upp í unglinga,“ segir Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður Tulipop og skapari Tulipop heimsins. Nýja vörulínan verður kynnt á sérstökum fjölskylduviðburði í verslun 66°Norður í Kringlunni nk. laugardag, 17. mars, milli kl. 14 og 16. Salka Sól mætir og tekur lagið, en hún talar fyrir Tulipop persónuna Gloomy, í íslensku útgáfu Tulipop teiknimyndanna. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
66°Norður og Tulipop munu kynna samstarf sitt á HönnunarMars. Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. Útfærsla af húfukollu 66°Norður í tengslum við HönnunarMars er svo gott sem orðin hefð en áður hefur 66°Norður unnið að útfærslum á henni með Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði, hönnunarteyminu Or Type, Hildi Yeoman svo einhverjir séu nefndir. Í samstarfinu við Tulipop má einnig finna léttar peysur og boli á yngstu kynslóðina. Persónur og ævintýraheimur Tulipop spila lykilhlutverk í línunni og eru litrík mynstur og teikningar af persónunum áberandi á flíkunum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Tulipop hafi getið sér gott orð undanfarin ár fyrir ævintýraheiminn sem þau hafa skapað þar sem skrítnar og skemmtilegar furðuverur búa. Vörulína fyrirtækisins er sífellt að vaxa og nú í fyrsta skipti fær Tulipop heimurinn að líta dagsins ljós á fatnaði í samstarfi við 66°Norður. Flíkurnar verða fáanlegar í takmörkuðu upplagi og fara í sölu í verslunum 66°Norður á HönnunarMars. „Þetta er í fyrsta skipti sem Tulipop fatnaður kemur á markað á Íslandi og það var frábært að vinna vörulínuna með fólki sem eru sérfræðingar á því sviði og með mikinn metnað til að búa til skemmtilega og litríka línu sem sameinar það besta úr bæði Tulipop og 66°Norður. Vörulínan inniheldur vörur fyrir allt frá nýfæddum börnum upp í unglinga,“ segir Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður Tulipop og skapari Tulipop heimsins. Nýja vörulínan verður kynnt á sérstökum fjölskylduviðburði í verslun 66°Norður í Kringlunni nk. laugardag, 17. mars, milli kl. 14 og 16. Salka Sól mætir og tekur lagið, en hún talar fyrir Tulipop persónuna Gloomy, í íslensku útgáfu Tulipop teiknimyndanna.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira