Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2018 04:51 Kröfurnar beinast að öllum meðlimum sveitarinnar. VÍSIR/GETTY Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Um er að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna sem nær til allra þriggja meðlima sveitarinnar; Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar. Samkvæmt heimildum er ástæðan rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum skattalagabrotum. Krafan var tekin fyrir og birt þremenningunum í desember síðastliðnum. Undir hana falla kyrrsetningar á fasteignum, ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í fyrirtækjum. Hæsta krafan var á hendur söngvara sveitarinnar, Jóni Þór, eða Jónsa líkt og hann er jafnan kallaður, en hún nam 638 milljónum króna. Þar er um að ræða kyrrsetningu á þrettán húseignum, tveimur bifhjólum og tveimur fólksbílum, sem og sex bankareikningum og hlutafé í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Hólm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Allir þrír mótmæltu kyrrsetningunni á grundvelli þess að stór hluti hennar varði einfalda túlkun á tekjuskattslögum. Um hafi verið að ræða handvömm endurskoðanda en ekki ásetning. Ekki hafa fengist upplýsingar um fjárhæð meintra skattaundanskota. Hins vegar má gera ráð fyrir að þau nemi mörg hundruð milljónum króna því lögum samkvæmt er ekki heimilt að kyrrsetja eignir umfram þá fjárhæð sem meint skuld stendur í. Birtist í Fréttablaðinu Skattar Tengdar fréttir Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Um er að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna sem nær til allra þriggja meðlima sveitarinnar; Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar. Samkvæmt heimildum er ástæðan rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum skattalagabrotum. Krafan var tekin fyrir og birt þremenningunum í desember síðastliðnum. Undir hana falla kyrrsetningar á fasteignum, ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í fyrirtækjum. Hæsta krafan var á hendur söngvara sveitarinnar, Jóni Þór, eða Jónsa líkt og hann er jafnan kallaður, en hún nam 638 milljónum króna. Þar er um að ræða kyrrsetningu á þrettán húseignum, tveimur bifhjólum og tveimur fólksbílum, sem og sex bankareikningum og hlutafé í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Hólm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Allir þrír mótmæltu kyrrsetningunni á grundvelli þess að stór hluti hennar varði einfalda túlkun á tekjuskattslögum. Um hafi verið að ræða handvömm endurskoðanda en ekki ásetning. Ekki hafa fengist upplýsingar um fjárhæð meintra skattaundanskota. Hins vegar má gera ráð fyrir að þau nemi mörg hundruð milljónum króna því lögum samkvæmt er ekki heimilt að kyrrsetja eignir umfram þá fjárhæð sem meint skuld stendur í.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar Tengdar fréttir Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00