Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2018 11:45 Ungi maðurinn hefur óskað eftir endurupptöku á máli sínu, í ljósi seinni kærunnar vegna fyrrverandi stjúpdóttur sálfræðingsins. Hann bíður eftir svari við þeirri beiðni. Vísir/Rakel Velferðarsvið Reykjavíkurborgar telur að endurskoða hefði átt ráðningu starfsmanns á sviðinu eftir að hann upplýsti yfirmann sinn um að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn grunnskólabarni nokkrum árum fyrr. Eftir nokkra mánuði í starfi var maðurinn sendur í ótímabundið leyfi frá störfum eftir að önnur kæra var lögð fram gegn honum fyrir kynferðisbrot. Nú fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi stjúpdóttur sinni. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Starfsmaðurinn er karlkyns sálfræðingur á sextugsaldri. Árið 2014 var hann kærður fyrir nauðgun á ungum dreng, skjólstæðingi sem var í sálfræðitímum hjá honum í sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Brotin áttu að hafa átt sér stað um áratug fyrr, þegar kærandinn var á fermingaraldri. Ríkissaksóknari felldi niður málið vegna skorts á sönnunargögnum og var því ekki ákært í málinu. Kærandinn telur óeðlilegt að sálfræðingurinn hafi áfram fengið að starfa við velferðar- og menntamál í ljósi ásakana á hendur honum. Velferðarsvið hefur síðustu vikur athugað hvernig staðið var að ráðningu sálfræðingsins sumarið 2017. Einnig hefur verið farið yfir öll þau mál sem viðkomandi sinnti á starfsstöð sinni Þá kom í ljós að sálfræðingurinn hafði í eitt skipti verið einn með barni í sínu starfi á þeim mánuðum sem hann starfaði á sviðinu.Sálfræðingurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum.vísir/GVASímtal á velferðarsvið Sálfræðingurinn lauk störfum fyrir sveitarfélagið úti á landi árið 2015 á meðan kynferðisbrotamálið var í rannsókn og hóf svo fljótlega störf hjá Reykjavíkurborg. Hann starfaði hjá opinberri stofnun í reykjavík áður en hann var ráðinn sem sérfræðingur á velferðarsviði síðasta sumar. Hann er nú, eins og áður sagði, í ótímabundnu leyfi frá störfum sínum hjá velferðarsviði. Sá sem kærði sálfræðinginn er í kringum þrítugt í dag og búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun október 2017, þremur mánuðum áður en síðari kæran var lögð fram, hringdi kærandinn í skrifstofustjóra ráðgjafarþjónustu á velferðarsviði til að leita upplýsinga um rétt sinn til þjónustu. Símtalið var um þjónustuþarfir kærandans eftir flutning til Reykjavíkur og vildi hann vita nákvæmlega hvar umræddur sálfræðingur starfaði, svo hann þyrfti ekki að hitta hann í sinni þjónustumiðstöð. Í samtalinu sagði kærandinn frá því að hann hefði kært sálfræðinginn fyrir að hafa brotið kynferðislega á sér í æsku en málið verið látið niður falla hjá lögreglu. Í símtalinu nafngreindi kærandinn sálfræðinginn og rakti starfsferil hans nokkur ár aftur í tímann. Gagnrýndi hann að Reykjavíkurborg væri með sálfræðinginn í vinnu. Í skriflegum svörum velferðarsviðs við fyrirspurn blaðamanns kemur fram að Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, hafi ekki verið látin vita af símtalinu. „Sviðsstjóri velferðarsviðs var ekki upplýstur um þessi samskipti né um þær upplýsingar sem viðkomandi starfsmaður gaf yfirmanni sínum um ásakanir á hendur sér eftir að hann hóf störf. Sviðsstjóri velferðarsviðs var fyrst upplýstur um eldri kæruna í lok janúar og var viðkomandi starfsmaður sendur í leyfi í kjölfarið, eða þann 8. febrúar. Sviðsstjóri og aðrir stjórnendur á velferðarsviði voru upplýstir um kæru á hendur manninum vegna meintra brota gegn fyrrverandi stjúpdóttur í byrjun janúar.“Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Yfirmaður vissi af eldri kærunni Kærandinn heyrði ekkert meira um málið fyrr en hann las í fjölmiðlum í febrúar að sálfræðingurinn hefði verið kærður fyrir brot gegn öðru barni og settur í leyfi. Samkvæmt skriflegum svörum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar fólust verkefni hans í ráðgjafastörfum. Sálfræðingurinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni í desember á síðasta ári og fékk yfirmaður hans að vita af málinu fljótlega eftir það. Sálfræðingurinn var færður til í starfi í janúar en ekki settur í leyfi frá störfum fyrr en í febrúar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að ákveðið hafi verið að setja sálfræðinginn í leyfi eftir að Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs frétti af eldri kærunni frá 2014. „Í lok árs 2017, 30. desember, fékk yfirmaður vitneskju um að maðurinn hafi nýlega verið kærður af fyrrverandi stjúpdóttur sinni fyrir meint kynferðisbrot. Hann var þá þegar færður úr ráðgjafastörfum og látinn sinna öðrum afmörkuðum verkefnum á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu. Þann 30. janúar fékk sviðsstjóri velferðarsviðs upplýsingar í tölvupósti frá borgarfulltrúa um að viðkomandi starfsmaður hafi áður verið kærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot en rannsókn þess hafi ekki leitt til ákæru. Strax í kjölfarið var tekin ákvörðun um að maðurinn færi í leyfi.“Lögregla rannsakra ásakanir á hendur sálfræðingnum fyrir meint kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur.Vísir/EyþórHefði átt að endurskoða ráðninguna Eins og fram hefur komið var velferðarsvið borgarinnar ekki upplýst um fyrri kæruna þegar sálfræðingurinn réð sig til starfa hjá borginni sumarið 2017. Í svari velferðarsviðs kemur fram að sálfræðingurinn hafi upplýst yfirmann sinn um kæruna fljótlega eftir að sálfræðingurinn hóf störf. Í svari velferðarsviðs segir að ráðningarferilinn hefði mátt vanda betur og óska eftir frekari umsögnum um sálfræðinginn. Sömuleiðis var ekki gerð frekari skoðun á ferli hans eftir að upplýst var um kæruna. „Það er mat velferðarsviðs að vanda hefði mátt ráðningarferilinn betur og leita nánari upplýsinga, svo sem frekari umsagna um viðkomandi einstakling. Hann upplýsti yfirmann sinn um fyrri ásökun á hendur sér eftir að hann var ráðinn til starfa. Að mati sviðsins hefðu þær upplýsingar átt að kalla á að ráðningin væri endurskoðuð. Að minnsta kosti hefði verið full ástæða á þeim tímapunkti til að kalla eftir frekari gögnum. Starfssvið viðkomandi fellur ekki undir þau störf þar sem krafist er sakavottorðs við ráðningu. Þá hefði kæra, sem í þessu tilviki var felld niður, ekki komið fram á sakavottorði,“ segir í skriflegu svari velferðarsviðs varðandi það hvort mistök hefðu átt sér stað í ráðningarferlinu.Kærandinn hringdi endurtekið í sálfræðinginn í reiðikasti áður en hann ákvað að leggja fram kæru, um áratug eftir að meint brot áttu sér stað.Vísir/GettyKærandinn einhverfur og lagður í einelti Það var í október 2014 sem kærandinn lagði fram kæru vegna meintra kynferðisbrota mannsins. Lögregla rannsakaði málið en ríkissaksóknari taldi það ekki líklegt til sakfellingar. Málið var rannsakað með hliðsjón af 1. mgr. 202. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum. Kærandinn var skjólstæðingur sálfræðingsins þegar hann var skólasálfræðingur og áttu brotin að hafa átt sér stað um áratug áður en kæran barst. Í kærunni kemur fram að drengurinn hafi verið í 8. bekk í grunnskóla en maðurinn var þá skólasálfræðingurinn hans. Drengurinn var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda en hann er greindur með einhverfu og var lagður í einelti í grunnskóla. Áður en að ungi maðurinn lagði fram kæruna hafði hann hringt mörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Í samtali við Vísi segir ungi maðurinn að hann hafi verið uppfullur af reiði og þess vegna hringt þessi símtöl. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu nokkrum dögum áður en ungi maðurinn lagði fram kæruna.Ungi maðurinn lagði fram kæru árið 2014.Vísir/HannaKók og prins póló Brotin áttu að hafa átt sér stað á skrifstofu sálfræðingsins á meðan viðtalstímum stóð. Var sálfræðingurinn meðal annars kærður fyrir nauðgun. Kærandinn segir að sálfræðingurinn hafi sagt að þetta ætti að vera þeirra leyndarmál. Einnig að ef hann segði frá myndi enginn trúa honum og hann yrði bara lagður inn á geðdeild. Í gögnum málsins kemur fram að kærandinn hafi tjáð lögreglu að sálfræðingurinn hefði nauðgað honum alls þrisvar, á sennilega þriggja mánaða tímabili. Í lok sálfræðitíma hafi hann hrósað honum og gefið honum kók og prins póló. Sálfræðingurinn hefur alla tíð neitað sök og gerði enn þegar Vísir hafði samband við hann. Hann vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi. Kærandinn lýsir því í samtali við Vísi hvernig honum hafi fundist hann deyja að innan í þessum tímum. Hann hafi skammast sín og fundist hann eiga þetta skilið þar sem hann hafi ekki reynt að streitast á móti. Eftir þetta íhugaði hann oft sjálfsvíg. Hann hefur síðan þá leitað til fjölda sálfræðinga og einnig fengið aðstoð frá Stígamótum. Segir kærandinn þetta hafa haft áhrif á sjálfsmynd, kynlíf, samskipti hans og traust til annarra. Hann hafi aldrei verið í sambandi, ekki fundist hann sjálfur þess virði. Hann segir að sér þyki erfiðast að hugsa til þess að ef kæra hans hefði leitt til ákæru hefði sálfræðingurinn kannski aldrei náð að brjóta gegn öðru barni. Tilkynntur til siðanefndar árið 2014 Í júní 2015 sendi ríkissaksóknari aðilum málsins bréf og tilkynnti að það hefði verið fellt niður. Í bréfinu kom fram að engin vitni hefðu verið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa. Í greinargerðum annarra sálfræðinga sem kærandinn leitaði til kemur fram að kærandinn ræddi við þá alla um meint kynferðisbrot sálfræðingsins. Að minnsta kosti einn þeirra sendi bréf um málið á siðanefnd Sálfræðingafélag Íslands. Í bréfinu sem var sent í febrúar árið 2014, er sagt frá því að skjólstæðingur hafi sagt frá meintum kynferðisbrotum sálfræðingsins og var hann nafngreindur. Sálfræðingurinn er meðlimur í félaginu þótt hann starfi ekki sem sálfræðingur í dag.Sálfræðingurinn sendi fjöldapóst árið 2010 og varaði við gróusögum þess efnis að konum væri ekki óhætt í návist hans.Vísir/GettyVaraði við gróusögum árið 2010 Sálfræðingurinn, hinn meinti gerandi, sendi tölvupóst á starfsmenn sveitafélagsins sem hann starfaði hjá árið 2010 þar sem hann varaði við gróusögum þess efnis að konum væri ekki óhætt í ráðgjöf hjá honum þar sem hann leitaði á þær. Vísir hefur bréfið undir höndum en það er frá lokum sumars 2010. Þar segir sálfræðingurinn meðal annars að einstaklingur hefði sent fólkinu í kringum hann tölvupósta og SMS með ljótum sögum og einnig rætt það í eigin persónu við einhverja aðila. Í póstinum segir sálfræðingurinn söguna vera fjarstæðu. Aðili sem starfaði með manninum á sínum tíma en vill ekki láta nafns síns getið segir í samtali við Vísi að flestir hafi talið að gróusögurnar sneru að því hve kvensamur sálfræðingurinn væri.Í eitt skipti var sálfræðingurinn einn með barni á þeim mánuðum sem hann starfaði hjá velferðarsviði borgarinnar, þar sem hann er nú í leyfi.vísir/vilhelmVar í eitt skipti einn með barni Deildin sem sálfræðingurinn starfaði á innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sá meðal annars um unglingaráðgjöf. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði í febrúar átti hann ekki að vera í beinum samskiptum við börn í sínu starfi. Eftir að hann var kærður í desember var ákveðið að skoða hvort það hefði ekki örugglega verið tilfellið. Gerð var ítarleg athugun á verkefnum sálfræðingsins til að tryggja að hann hefði ekki farið út fyrir starfsskyldur sínar og verið einn með börnum. „Niðurstaða athugunarinnar var að í einu tilviki hafi viðkomandi verið einn með barni í fimmtán mínútna viðtali. Samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni hafa engar athugasemdir né kvartanir borist um störf mannsins hjá velferðarsviði en rétt er að geta þess að hann gegndi því starfi sem hann var ráðinn til einungis í fjóra mánuði.“ Vegna þessa máls verða gerðar breytingar þegar kemur að ráðningum á velferðarsviði. „Velferðarsvið vinnur að aðgerðaáætlun um aukið öryggi barna og útvíkkun á heimild til öflunar sakavottorða. Samkvæmt þeim verkferlum sem unnið er eftir í dag er aflað upplýsinga úr sakaskrá hjá þeim sem vinna á heimilum og dagþjónustu fyrir fatlað fólk, þeim sem vinna í úrræðum á vegum Barnaverndar og þeim sem starfa við stuðningsþjónustu. Útvíkkun á heimildinni mun einnig ná til ráðgjafastarfa.“ Rétt er að árétta að um annað mál er að ræða en það sem snýr að starfsmanni Barnaverndar. Sá er sakaður um kynferðisbrot gegn fjölda barna. Situr hann í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ungi maðurinn hefur óskað eftir endurupptöku á máli sínu, í ljósi seinni kærunnar vegna fyrrverandi stjúpdóttur sálfræðingsins. Hann bíður eftir svari við þeirri beiðni. Veistu meira um málið? Sendu línu á sylviarut@stod2.is. Fullum trúnaði er heitið. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar telur að endurskoða hefði átt ráðningu starfsmanns á sviðinu eftir að hann upplýsti yfirmann sinn um að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn grunnskólabarni nokkrum árum fyrr. Eftir nokkra mánuði í starfi var maðurinn sendur í ótímabundið leyfi frá störfum eftir að önnur kæra var lögð fram gegn honum fyrir kynferðisbrot. Nú fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi stjúpdóttur sinni. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Starfsmaðurinn er karlkyns sálfræðingur á sextugsaldri. Árið 2014 var hann kærður fyrir nauðgun á ungum dreng, skjólstæðingi sem var í sálfræðitímum hjá honum í sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Brotin áttu að hafa átt sér stað um áratug fyrr, þegar kærandinn var á fermingaraldri. Ríkissaksóknari felldi niður málið vegna skorts á sönnunargögnum og var því ekki ákært í málinu. Kærandinn telur óeðlilegt að sálfræðingurinn hafi áfram fengið að starfa við velferðar- og menntamál í ljósi ásakana á hendur honum. Velferðarsvið hefur síðustu vikur athugað hvernig staðið var að ráðningu sálfræðingsins sumarið 2017. Einnig hefur verið farið yfir öll þau mál sem viðkomandi sinnti á starfsstöð sinni Þá kom í ljós að sálfræðingurinn hafði í eitt skipti verið einn með barni í sínu starfi á þeim mánuðum sem hann starfaði á sviðinu.Sálfræðingurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum.vísir/GVASímtal á velferðarsvið Sálfræðingurinn lauk störfum fyrir sveitarfélagið úti á landi árið 2015 á meðan kynferðisbrotamálið var í rannsókn og hóf svo fljótlega störf hjá Reykjavíkurborg. Hann starfaði hjá opinberri stofnun í reykjavík áður en hann var ráðinn sem sérfræðingur á velferðarsviði síðasta sumar. Hann er nú, eins og áður sagði, í ótímabundnu leyfi frá störfum sínum hjá velferðarsviði. Sá sem kærði sálfræðinginn er í kringum þrítugt í dag og búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun október 2017, þremur mánuðum áður en síðari kæran var lögð fram, hringdi kærandinn í skrifstofustjóra ráðgjafarþjónustu á velferðarsviði til að leita upplýsinga um rétt sinn til þjónustu. Símtalið var um þjónustuþarfir kærandans eftir flutning til Reykjavíkur og vildi hann vita nákvæmlega hvar umræddur sálfræðingur starfaði, svo hann þyrfti ekki að hitta hann í sinni þjónustumiðstöð. Í samtalinu sagði kærandinn frá því að hann hefði kært sálfræðinginn fyrir að hafa brotið kynferðislega á sér í æsku en málið verið látið niður falla hjá lögreglu. Í símtalinu nafngreindi kærandinn sálfræðinginn og rakti starfsferil hans nokkur ár aftur í tímann. Gagnrýndi hann að Reykjavíkurborg væri með sálfræðinginn í vinnu. Í skriflegum svörum velferðarsviðs við fyrirspurn blaðamanns kemur fram að Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, hafi ekki verið látin vita af símtalinu. „Sviðsstjóri velferðarsviðs var ekki upplýstur um þessi samskipti né um þær upplýsingar sem viðkomandi starfsmaður gaf yfirmanni sínum um ásakanir á hendur sér eftir að hann hóf störf. Sviðsstjóri velferðarsviðs var fyrst upplýstur um eldri kæruna í lok janúar og var viðkomandi starfsmaður sendur í leyfi í kjölfarið, eða þann 8. febrúar. Sviðsstjóri og aðrir stjórnendur á velferðarsviði voru upplýstir um kæru á hendur manninum vegna meintra brota gegn fyrrverandi stjúpdóttur í byrjun janúar.“Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Yfirmaður vissi af eldri kærunni Kærandinn heyrði ekkert meira um málið fyrr en hann las í fjölmiðlum í febrúar að sálfræðingurinn hefði verið kærður fyrir brot gegn öðru barni og settur í leyfi. Samkvæmt skriflegum svörum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar fólust verkefni hans í ráðgjafastörfum. Sálfræðingurinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni í desember á síðasta ári og fékk yfirmaður hans að vita af málinu fljótlega eftir það. Sálfræðingurinn var færður til í starfi í janúar en ekki settur í leyfi frá störfum fyrr en í febrúar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að ákveðið hafi verið að setja sálfræðinginn í leyfi eftir að Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs frétti af eldri kærunni frá 2014. „Í lok árs 2017, 30. desember, fékk yfirmaður vitneskju um að maðurinn hafi nýlega verið kærður af fyrrverandi stjúpdóttur sinni fyrir meint kynferðisbrot. Hann var þá þegar færður úr ráðgjafastörfum og látinn sinna öðrum afmörkuðum verkefnum á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu. Þann 30. janúar fékk sviðsstjóri velferðarsviðs upplýsingar í tölvupósti frá borgarfulltrúa um að viðkomandi starfsmaður hafi áður verið kærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot en rannsókn þess hafi ekki leitt til ákæru. Strax í kjölfarið var tekin ákvörðun um að maðurinn færi í leyfi.“Lögregla rannsakra ásakanir á hendur sálfræðingnum fyrir meint kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur.Vísir/EyþórHefði átt að endurskoða ráðninguna Eins og fram hefur komið var velferðarsvið borgarinnar ekki upplýst um fyrri kæruna þegar sálfræðingurinn réð sig til starfa hjá borginni sumarið 2017. Í svari velferðarsviðs kemur fram að sálfræðingurinn hafi upplýst yfirmann sinn um kæruna fljótlega eftir að sálfræðingurinn hóf störf. Í svari velferðarsviðs segir að ráðningarferilinn hefði mátt vanda betur og óska eftir frekari umsögnum um sálfræðinginn. Sömuleiðis var ekki gerð frekari skoðun á ferli hans eftir að upplýst var um kæruna. „Það er mat velferðarsviðs að vanda hefði mátt ráðningarferilinn betur og leita nánari upplýsinga, svo sem frekari umsagna um viðkomandi einstakling. Hann upplýsti yfirmann sinn um fyrri ásökun á hendur sér eftir að hann var ráðinn til starfa. Að mati sviðsins hefðu þær upplýsingar átt að kalla á að ráðningin væri endurskoðuð. Að minnsta kosti hefði verið full ástæða á þeim tímapunkti til að kalla eftir frekari gögnum. Starfssvið viðkomandi fellur ekki undir þau störf þar sem krafist er sakavottorðs við ráðningu. Þá hefði kæra, sem í þessu tilviki var felld niður, ekki komið fram á sakavottorði,“ segir í skriflegu svari velferðarsviðs varðandi það hvort mistök hefðu átt sér stað í ráðningarferlinu.Kærandinn hringdi endurtekið í sálfræðinginn í reiðikasti áður en hann ákvað að leggja fram kæru, um áratug eftir að meint brot áttu sér stað.Vísir/GettyKærandinn einhverfur og lagður í einelti Það var í október 2014 sem kærandinn lagði fram kæru vegna meintra kynferðisbrota mannsins. Lögregla rannsakaði málið en ríkissaksóknari taldi það ekki líklegt til sakfellingar. Málið var rannsakað með hliðsjón af 1. mgr. 202. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum. Kærandinn var skjólstæðingur sálfræðingsins þegar hann var skólasálfræðingur og áttu brotin að hafa átt sér stað um áratug áður en kæran barst. Í kærunni kemur fram að drengurinn hafi verið í 8. bekk í grunnskóla en maðurinn var þá skólasálfræðingurinn hans. Drengurinn var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda en hann er greindur með einhverfu og var lagður í einelti í grunnskóla. Áður en að ungi maðurinn lagði fram kæruna hafði hann hringt mörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Í samtali við Vísi segir ungi maðurinn að hann hafi verið uppfullur af reiði og þess vegna hringt þessi símtöl. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu nokkrum dögum áður en ungi maðurinn lagði fram kæruna.Ungi maðurinn lagði fram kæru árið 2014.Vísir/HannaKók og prins póló Brotin áttu að hafa átt sér stað á skrifstofu sálfræðingsins á meðan viðtalstímum stóð. Var sálfræðingurinn meðal annars kærður fyrir nauðgun. Kærandinn segir að sálfræðingurinn hafi sagt að þetta ætti að vera þeirra leyndarmál. Einnig að ef hann segði frá myndi enginn trúa honum og hann yrði bara lagður inn á geðdeild. Í gögnum málsins kemur fram að kærandinn hafi tjáð lögreglu að sálfræðingurinn hefði nauðgað honum alls þrisvar, á sennilega þriggja mánaða tímabili. Í lok sálfræðitíma hafi hann hrósað honum og gefið honum kók og prins póló. Sálfræðingurinn hefur alla tíð neitað sök og gerði enn þegar Vísir hafði samband við hann. Hann vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi. Kærandinn lýsir því í samtali við Vísi hvernig honum hafi fundist hann deyja að innan í þessum tímum. Hann hafi skammast sín og fundist hann eiga þetta skilið þar sem hann hafi ekki reynt að streitast á móti. Eftir þetta íhugaði hann oft sjálfsvíg. Hann hefur síðan þá leitað til fjölda sálfræðinga og einnig fengið aðstoð frá Stígamótum. Segir kærandinn þetta hafa haft áhrif á sjálfsmynd, kynlíf, samskipti hans og traust til annarra. Hann hafi aldrei verið í sambandi, ekki fundist hann sjálfur þess virði. Hann segir að sér þyki erfiðast að hugsa til þess að ef kæra hans hefði leitt til ákæru hefði sálfræðingurinn kannski aldrei náð að brjóta gegn öðru barni. Tilkynntur til siðanefndar árið 2014 Í júní 2015 sendi ríkissaksóknari aðilum málsins bréf og tilkynnti að það hefði verið fellt niður. Í bréfinu kom fram að engin vitni hefðu verið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa. Í greinargerðum annarra sálfræðinga sem kærandinn leitaði til kemur fram að kærandinn ræddi við þá alla um meint kynferðisbrot sálfræðingsins. Að minnsta kosti einn þeirra sendi bréf um málið á siðanefnd Sálfræðingafélag Íslands. Í bréfinu sem var sent í febrúar árið 2014, er sagt frá því að skjólstæðingur hafi sagt frá meintum kynferðisbrotum sálfræðingsins og var hann nafngreindur. Sálfræðingurinn er meðlimur í félaginu þótt hann starfi ekki sem sálfræðingur í dag.Sálfræðingurinn sendi fjöldapóst árið 2010 og varaði við gróusögum þess efnis að konum væri ekki óhætt í návist hans.Vísir/GettyVaraði við gróusögum árið 2010 Sálfræðingurinn, hinn meinti gerandi, sendi tölvupóst á starfsmenn sveitafélagsins sem hann starfaði hjá árið 2010 þar sem hann varaði við gróusögum þess efnis að konum væri ekki óhætt í ráðgjöf hjá honum þar sem hann leitaði á þær. Vísir hefur bréfið undir höndum en það er frá lokum sumars 2010. Þar segir sálfræðingurinn meðal annars að einstaklingur hefði sent fólkinu í kringum hann tölvupósta og SMS með ljótum sögum og einnig rætt það í eigin persónu við einhverja aðila. Í póstinum segir sálfræðingurinn söguna vera fjarstæðu. Aðili sem starfaði með manninum á sínum tíma en vill ekki láta nafns síns getið segir í samtali við Vísi að flestir hafi talið að gróusögurnar sneru að því hve kvensamur sálfræðingurinn væri.Í eitt skipti var sálfræðingurinn einn með barni á þeim mánuðum sem hann starfaði hjá velferðarsviði borgarinnar, þar sem hann er nú í leyfi.vísir/vilhelmVar í eitt skipti einn með barni Deildin sem sálfræðingurinn starfaði á innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sá meðal annars um unglingaráðgjöf. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði í febrúar átti hann ekki að vera í beinum samskiptum við börn í sínu starfi. Eftir að hann var kærður í desember var ákveðið að skoða hvort það hefði ekki örugglega verið tilfellið. Gerð var ítarleg athugun á verkefnum sálfræðingsins til að tryggja að hann hefði ekki farið út fyrir starfsskyldur sínar og verið einn með börnum. „Niðurstaða athugunarinnar var að í einu tilviki hafi viðkomandi verið einn með barni í fimmtán mínútna viðtali. Samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni hafa engar athugasemdir né kvartanir borist um störf mannsins hjá velferðarsviði en rétt er að geta þess að hann gegndi því starfi sem hann var ráðinn til einungis í fjóra mánuði.“ Vegna þessa máls verða gerðar breytingar þegar kemur að ráðningum á velferðarsviði. „Velferðarsvið vinnur að aðgerðaáætlun um aukið öryggi barna og útvíkkun á heimild til öflunar sakavottorða. Samkvæmt þeim verkferlum sem unnið er eftir í dag er aflað upplýsinga úr sakaskrá hjá þeim sem vinna á heimilum og dagþjónustu fyrir fatlað fólk, þeim sem vinna í úrræðum á vegum Barnaverndar og þeim sem starfa við stuðningsþjónustu. Útvíkkun á heimildinni mun einnig ná til ráðgjafastarfa.“ Rétt er að árétta að um annað mál er að ræða en það sem snýr að starfsmanni Barnaverndar. Sá er sakaður um kynferðisbrot gegn fjölda barna. Situr hann í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ungi maðurinn hefur óskað eftir endurupptöku á máli sínu, í ljósi seinni kærunnar vegna fyrrverandi stjúpdóttur sálfræðingsins. Hann bíður eftir svari við þeirri beiðni. Veistu meira um málið? Sendu línu á sylviarut@stod2.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30