„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 15:00 Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson í vikunni þegar hulunni var svipt af nýrri landsliðstreyju Íslands. Vísir/Rakel Ósk Von er á nýrri fatalínu á vegum KSÍ og Errea fyrir Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu en Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea, staðfesta þetta í samtali við Vísi. Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannatreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. Ný landsliðstreyja íslenska landsliðsins í knattspyrnu kostar 10.990 krónur í flestum verslunum en sama verð er á barna- og fullorðinsstærð. Borið hefur á því að fólki þyki treyjan nokkuð dýr, sérstaklega í tilfelli barnanna. Aðalsteinn Leifsson vakti til að mynda athygli á þörf fyri ódýrari og einfaldari landsliðstreyjur í barnastærðum svo fleiri ungir aðdáendur geti fest kaup á slíkri, enda hafi eftirspurnin líklega aldrei verið meiri. „Stefán Jón fékk landsliðstreyju um leið og hún var til í verslunum en ég er viss um að það hafi ekki öll börn á Íslandi sem vildu fengið treyjur þar sem þær kostuðu um 11.000 kr. Ég tók eftir því að í Sviss, þar sem við búum, voru nánast öll börn í einfaldri útgáfu af svissnesku landsliðstreyjunni, enda fékkst hún fyrir um 1.000 kr í verslunum,“ skrifar Aðalsteinn. Hann segist enn fremur hafa sent Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, erindi síðasta sumar og bent honum á að semja við Errea, sem sér um hönnun og framleiðslu íslensku landsliðstreyjunnar, um að framleiða ódýrari og einfaldari treyjur fyrir börn.Guðni Bergsson er formaður KSÍ.VísirVerðið endurspegli gæðin Í samtali við Vísi segir Guðni, sem setti sig í samband við Aðalstein vegna málsins í dag, að verðið á opinberum landsliðstreyjum í almennri sölu endurspegli gæði þeirra. „Þessi núverandi treyja er alveg eins og keppnistreyja, með öllu því besta varðandi efni og fleira, þannig að þetta er sama treyja og leikmenn landsliðsins spila í,“ segir Guðni en bætir við að nýjar og ódýrari treyjur frá KSÍ og Errea séu væntanlegar, eins og rakið verður hér að neðan. „Verðið á treyjunni hér á Íslandi miðað við það sem þekkist annars staðar á landsliðstreyjum er sambærilegt, og það á líka við um þessar ódýrari útgáfur af treyjum.“ Þá segir Guðni umræða um ódýrari treyjur ekki hafa komið áður inn á borð KSÍ, að sér vitandi, en nú sé umhverfið óneitanlega annað en verið hefur undanfarin ár sökum velgengni íslenska karlalandsliðsins.Sjá einnig: Svona lítur HM-búningur Íslands útAllir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfiÞorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, segir í samtali við Vísi að von sé á heilli fatalínu tengdri íslenska landsliðinu í aðdraganda HM í sumar. Þar verði ódýrari kostir í boði, bæði í barna- og fullorðinsstærðum. „Ég get glaður upplýst þig um það að það kemur heil lína af fatnaði tengdum landsliðinu, þar á meðal tvær gerðir af einfaldari KSÍ-treyjum sem verða á mun lægra verði. Þær verða bæði í barna- og fullorðinsstærðum, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Þorvaldur. Þá verða auk þess bolir, peysur, buxur, æfingasett og hettupeysur í hinni nýju landsliðslínu. Aðspurður um verð á hinum treyjunum segir Þorvaldur þær verða „mun ódýrari“ en aðallandsliðstreyjan enda „einfaldri í gerð.“ Fatalínan verður kynnt á næstu vikum og kemur í sölu fyrir HM í sumar.Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Von er á nýrri fatalínu á vegum KSÍ og Errea fyrir Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu en Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea, staðfesta þetta í samtali við Vísi. Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannatreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. Ný landsliðstreyja íslenska landsliðsins í knattspyrnu kostar 10.990 krónur í flestum verslunum en sama verð er á barna- og fullorðinsstærð. Borið hefur á því að fólki þyki treyjan nokkuð dýr, sérstaklega í tilfelli barnanna. Aðalsteinn Leifsson vakti til að mynda athygli á þörf fyri ódýrari og einfaldari landsliðstreyjur í barnastærðum svo fleiri ungir aðdáendur geti fest kaup á slíkri, enda hafi eftirspurnin líklega aldrei verið meiri. „Stefán Jón fékk landsliðstreyju um leið og hún var til í verslunum en ég er viss um að það hafi ekki öll börn á Íslandi sem vildu fengið treyjur þar sem þær kostuðu um 11.000 kr. Ég tók eftir því að í Sviss, þar sem við búum, voru nánast öll börn í einfaldri útgáfu af svissnesku landsliðstreyjunni, enda fékkst hún fyrir um 1.000 kr í verslunum,“ skrifar Aðalsteinn. Hann segist enn fremur hafa sent Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, erindi síðasta sumar og bent honum á að semja við Errea, sem sér um hönnun og framleiðslu íslensku landsliðstreyjunnar, um að framleiða ódýrari og einfaldari treyjur fyrir börn.Guðni Bergsson er formaður KSÍ.VísirVerðið endurspegli gæðin Í samtali við Vísi segir Guðni, sem setti sig í samband við Aðalstein vegna málsins í dag, að verðið á opinberum landsliðstreyjum í almennri sölu endurspegli gæði þeirra. „Þessi núverandi treyja er alveg eins og keppnistreyja, með öllu því besta varðandi efni og fleira, þannig að þetta er sama treyja og leikmenn landsliðsins spila í,“ segir Guðni en bætir við að nýjar og ódýrari treyjur frá KSÍ og Errea séu væntanlegar, eins og rakið verður hér að neðan. „Verðið á treyjunni hér á Íslandi miðað við það sem þekkist annars staðar á landsliðstreyjum er sambærilegt, og það á líka við um þessar ódýrari útgáfur af treyjum.“ Þá segir Guðni umræða um ódýrari treyjur ekki hafa komið áður inn á borð KSÍ, að sér vitandi, en nú sé umhverfið óneitanlega annað en verið hefur undanfarin ár sökum velgengni íslenska karlalandsliðsins.Sjá einnig: Svona lítur HM-búningur Íslands útAllir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfiÞorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, segir í samtali við Vísi að von sé á heilli fatalínu tengdri íslenska landsliðinu í aðdraganda HM í sumar. Þar verði ódýrari kostir í boði, bæði í barna- og fullorðinsstærðum. „Ég get glaður upplýst þig um það að það kemur heil lína af fatnaði tengdum landsliðinu, þar á meðal tvær gerðir af einfaldari KSÍ-treyjum sem verða á mun lægra verði. Þær verða bæði í barna- og fullorðinsstærðum, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Þorvaldur. Þá verða auk þess bolir, peysur, buxur, æfingasett og hettupeysur í hinni nýju landsliðslínu. Aðspurður um verð á hinum treyjunum segir Þorvaldur þær verða „mun ódýrari“ en aðallandsliðstreyjan enda „einfaldri í gerð.“ Fatalínan verður kynnt á næstu vikum og kemur í sölu fyrir HM í sumar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00