NBA: Westbrook með þrennu í fimmta leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132 NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132
NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira