NBA: Westbrook með þrennu í fimmta leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132 NBA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132
NBA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira