Hálfkák Íslands gagnvart Evrópuráðinu Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 2. mars 2018 07:00 Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun