Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2018 18:27 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Í fyrradag var gist á Hveravöllum og hittust þar fyrir aðrir ferðamenn á eigin vegum á öðrum bíl. Úr varð að því fólki í Kerlingarfjöll þar sem til stóð að gista í fyrrinótt og kíkja með þeim í íshellinn í leiðinni. Ferðamenn þessir höfðu meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarsveitir frá Norðurlandi, Suðurlandi og Reykjavík voru kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um var að ræða eina stærstu björgunaraðgerð sem farið hefur verið af stað í hér á landi. Hundruð björgunarsveitarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum við íshellinn í gær en maðurinn fannst þar látinn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Í fyrradag var gist á Hveravöllum og hittust þar fyrir aðrir ferðamenn á eigin vegum á öðrum bíl. Úr varð að því fólki í Kerlingarfjöll þar sem til stóð að gista í fyrrinótt og kíkja með þeim í íshellinn í leiðinni. Ferðamenn þessir höfðu meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarsveitir frá Norðurlandi, Suðurlandi og Reykjavík voru kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um var að ræða eina stærstu björgunaraðgerð sem farið hefur verið af stað í hér á landi. Hundruð björgunarsveitarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum við íshellinn í gær en maðurinn fannst þar látinn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09