Real Madrid ekki í vandræðum með Getafe Einar Sigurvinsson skrifar 3. mars 2018 21:45 Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/getty Real Madrid vann góðan sigur á Getafe í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Real Madrid vann leikinn 3-1 en hann fór fram á Santiago Bernabeu. Heimamenn í Real Madrid komust yfir á 24 mínútu með marki frá Garath Bale. Rétt fyrir hálfleik kom Cristiano Ronaldo sínum mönnum í 2-0. Á 65. mínútu fékk Getafe víti og skoraði Francisco Portillo úr því. Staðan því orðin 2-1. Cristiano Ronaldo var síðan aftur á ferðinni á 78. mínútu og kom Real Madrid í 3-1 eftir sendingu frá Marcelo. Real Madrid situr í 3. sæti deildarinnar með 54 stig, 12 stigum á eftir toppliði Barcelona. Spænski boltinn
Real Madrid vann góðan sigur á Getafe í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Real Madrid vann leikinn 3-1 en hann fór fram á Santiago Bernabeu. Heimamenn í Real Madrid komust yfir á 24 mínútu með marki frá Garath Bale. Rétt fyrir hálfleik kom Cristiano Ronaldo sínum mönnum í 2-0. Á 65. mínútu fékk Getafe víti og skoraði Francisco Portillo úr því. Staðan því orðin 2-1. Cristiano Ronaldo var síðan aftur á ferðinni á 78. mínútu og kom Real Madrid í 3-1 eftir sendingu frá Marcelo. Real Madrid situr í 3. sæti deildarinnar með 54 stig, 12 stigum á eftir toppliði Barcelona.
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn