Um umræðuna um umskurð Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. mars 2018 11:00 Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun